Kirkjuritið - 01.06.1971, Side 72

Kirkjuritið - 01.06.1971, Side 72
úr valdi í dreifingu upplýsinga. Áheyrandinn kemst að niðurstöðu með því að hlýða á þennan hóp. Nið- urstaða áheyrandans er e. t. v. ekki niðurstaða hópsins né nokkurs eins úr honum, heldur er það niðurstaða hans sjálfs, og hann hefir ekki tekið við henni að ofan. Andspœnis þess- ari aðferð hópsins er aðferð hins eina, predikarans. Hún virðist úrelt, sem slík. Það á ekki aðeins við um flutning, heldur einnig um undirbún- inginn, sem fram fer f skrifstofu prestsins og niðurstaðan er ávöxtur vinnu hans, getu og reynslu. Þessi aðferð mœtir mótbáru nútímamanns- ins, vegna þess að honum finnst, að hún feli f sér upphafningu og þröng- sýni predikarans. Annað hvort er þvf, að predikunin verður að laga sig að vinnu í hóp (team-work) og dreifa þannig ein- kennum valdsins, eða hún verður að sýna það áþreifanlega, að predikun- in sé einstœð og geti staðið á eigin fótum, annars nœr hún ekki til nú- tímamanns. Enn eitt einkenni nútfmans, sem áhrif hefir á predikunina er hraði. Vegna hraðans í lífi nútfmans er lögð meiri áherzla á fyrirsagnir, ágrip frétta og annars efnis. Hraðlestur hef- ir fylgt í kjölfar hraðritunar. Enn frem- ur er áheyrn, skriftir og lestur stytt með notkun segulbands. Stúdentar skrifa ekki lengur niður fyrirlestra, ef þeir vilja fylgjast með tímanum. Blaðamenn nota ekki minnisbók. Þeir spara tíma. Þeir hvorki lesa né skrifa. Þeir nota segulband og hlýða síðan á það. Að vœnta þess, að slíkur nú- tíma maður sitji undir predikun er það sama og bjóða honum far í hest- vagni, sem víst gœti verið hrífandi/ en algjörlega utanveltu daglegs líf5 f nútfmanum, þar sem allt miðast við gallharðan raunveruleikann eins oQ hann er og ákvarðanir verður að taka fljótt og nákvœmlega. Geti predikun- in ekki verið til hjálpar manninum 1 veröld hraðans, þá mœtir hún þeirri mótbáru, að hún sé safngripur ein- göngu og ekkert réttlœti tilvere hennar. Þetta skal látið nœgja um f o r m predikunarinnar, þ. e. hinnar hefð' bundnu predikunar. Þótt við nú gen um ráð fyrir því, að hœgt verði að aðlaga hana hinum spyrjandi manni/ að predikarinn geti orðið sem sá, er ber fram niðurstöðu í hópvinnn (team-work), að hann geti haldið ' við hin hröðu fótatök nútfma manns- ins — erum við þá viss um það, að e f n i predikunarinnar sé ekki einnig utangátta í lífi nútímamanns? [hugum því nokkur aðalatriði lffs hans. Hann er sérlega bundinn við hið veraldlega. í þessu felst ekki ásökun á þessa öld, að hún hafi fall' ið niður í veraldarhyggju, heldur er verið að segja með þessu, að líf nú- tíma manns er ekki aðeins úr tengsl- um við tilsögn, handleiðslu kirkjunn- ar, heldur og úr tengslum við frum- spekilega (metaphysical) fhugun. Meðal almennings kemur þetta fram f almennri umhugs- un um efnisleg gœði oð tœknilega þróun,og þetta virðist nœgja honum. Úr þessu skal ekki lítið gert. Þetta má virða sem útbreidda efnishyggju meðal vest- 70

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.