Kirkjuritið - 01.06.1971, Page 82

Kirkjuritið - 01.06.1971, Page 82
jáns IV., 27. marz 1629, þar sem sagt er „-------de som . . . i Visitazer for deris gode forfremmelse skyld, der ved Prœsten, Provisten eller Super- intendenten annammis, confirmeris oc stadfestis . . .',(i Hversu mikil áhrif þessi skipan hafði á hið raunveru- lega kirkjulíf, er örðugt að ákveða. En varla hefur hún náð mikilli út- breiðslu, því að skipanin um ferm- ingu 100 árum seinna var skoðuð sem nýmœli. Samt getur fermingin hafa fengið einhverja útbreiðslu í tíð Resens og fyrir annarra tilverknað á 17. öld. Óhœtt er þó að segja, að almenn fermingarskipan hafi ekki verið á Norðurlöndum á 16. öld. Þegar þetta er haft í huga er það einstœtt sögulegt fyrirbœri, að á ís- landi, sem allra Norðurlanda er fjœrst föðurlandi siðbótarinnar, var komið á lútherskri fermingu þegar árið 1596. Það var Guðbrandur Þor- láksson, biskup (1571—1627), sem þessu kom á. Hann hefir verið nefnd- ur „mestur íslenzkra biskupa" (til- synsmand) og siðbótin náði algjörri fótfestu á íslandi á hans tíð.7 ísland var þá — eins og Noregur — sam- einað Danmörku í eitt konungsríki. Það er því einstœtt og undravert, að rekast þar á fermingu, en ekki í Dan- mörku/Noregi. Hugmynd Guðbrands biskups hef- ir því ekki komið frá Danmörku, held- ur átt upptök sín ! Þýzkalandi, enda segir hann það sjálfur í formála fyr- ir skipan sinni. Menn utan íslands veittu þó, nokk- uð fljótt, athygli þessari skipan. Þeg- ar Ludvig Harboe kom til íslands 1742, sem sérstakur eftirlitsmaður, 80 hefir hann heyrt um þetta fermingar- atferli og einnig fundið bók þá, er Guðbrandur ritaði í fermingarskipan sína. Hann ritar þegar í stað um þetta til „Döniche Bibliothec". Með þessa bóks í höndunum, og með munnleg- um vitnisburði manna, hefir hann gjört sér mjög skýra grein fyrir ferm- ingu Guðbrands biskups. Bóndi nokkur gamall gat sagt Har- boe, að hann hefði fermdur verið eftir þessari skipan árið 1694. Har- boe segir þv!, að þessi ferming hafi verið iðkuð „an einigen Orten bis auf das Jahr 1694.!l Fermingaratferli Guðbrands biskups hefir þá verið um hönd haft um Norðurland í 100 ár. íslenzka kirkjan hefir þá verið án fermingar aðeins tvö tímabil, sem hvort um sig var um 50 ár. Frá upp- hafi siðbótar til 1590 og síðan um um 1690—1740, en Danmörk/Nor- egur hafði enga fermingu ! 200 ár. Ludvig Harboe hyggur, að Guð- brandur biskup hafi fengið hug- myndina frá Schleswig-Holstein kirkjuskipuninni (KO) 1542, og þetta byggir hann á skoðun Arnkiels.10 Arnkiel hefir þó ruglað saman kirkju- skipunum Schleswig-Holstein frá 1542 og 1646, því að sú eldri hefir enga fermingarskipan11 og hin yngri frá 1646 getur vart hafa verið fyrir- mynd Guðbrands biskups 1596 (!) Hugmynd Guðbrands biskups er komin annars staðar að. Finnur Jónsson, biskup í Skálholti (1754—1785), segir frá þessari fermingu í hinu þýzka safn- riti Acta Historico-Ecclesiastica 1779- Hann tímasetur þó skakkt, þegar A

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.