Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 3

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 3
Kifandi myndir. i. Að liciman. Morguninn var heiður og bjartur, sólin bræddi og þerraði hrímið, sem nóttin hafði sveipað um stráin, loptið var svo tært og hreint. Lyngið í fjallshlíðunum var farið að fölna og skógviðuriun var farinn að fella lauf sín, og lóurnar flugu fram og aptur í stórum hópum, þær ætluðu að fara að kveðja gamla landið að þessu sinni, þvi nú var komið haust, sumarið var liðið, og komið mál að leita til hlýrri landa. Hann Jón frá Gili stóð fyrir utan túngarð- inn og horfði á eptir lóuhóp, sem færðist fjær og fjær, unz hann hvarf sjónum. Hann var einnig að búast til brottferðar þótt það væri á annan veg. Hann ætlaði á þessu hausti að kveðja föður- húsin, sem höfðu veitt honum skjól í 17 ár, um skemmri eða lengri tima, — ef til vill að fullu og öllu. Hann hafði opt horft vonar augum á eptir lóunni, þegar hún var að kveðja og fijúga burtu, og opt óskað sjer að hann ætti vængi, sem gætu flutt hann burt — burt, þvi honum þótti of þröngt heima. Hann sá hvernig flest ailt unga fólkið

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.