Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 26

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 26
26 ])oim sagt að fundur yrði settur. Gekk þá fram maður einn aivarlegur á svip og einbeittur og mælti: „Það hefur jafnan verið venja vor að byrja fundi vora með bæn til drottins, vjer vilj- um því biðja.“ „Hvern a...... eigum við að gjöra með bæn? Er þetta ekki fundur, eða er það máske guðsþjónusta? Nei, nei, enga bæn, enga bæn.“ Þessi orð og fleiri svipuð kváðu við frá einstaka mönnum, en aðrir byrjuðu að skella lófum og stappa fótum. — Frá brjósti nokkurra stigu upp bænir til drottins allsherjar' um að hegna eigi þessum vesalingum, sem blindir af hatri og ofsa fóru lastyrðum um hið helgasta. „Hvaða samkoma er þetta?“ spurði Jón pilt einn, er stóð nálægt honum. „Veiztu það ekki? Við ætlum að fara að skipta um prest.“ „Einmitt það. Hvað þykir ykkur að prest- inum?“ „Hvernig spyrðu maður! Veiztu ekki að söfnuðurinn er sáróánægður með hann?“ „Af hvaða ástæðu?" „En ,út af kenningunum hans. Heldurðu að við þolum nokkrum manni þau orð, sem hann hefur talað við okkur?“ „Eins og til dæmis?“ „Það er hart að hlusta á annað eins og það, að enginn komist í guðs ríki nema hann endur- fæðist, Jog segi fyrir mig, jeg veit ekki til, að

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.