Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 4

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 4
1 4 heima i sveitinni hans fór eitthvað í burtu, til að leita sjer frægðar og frama, flest kom það reyndar heim aptur, sumar stúlkurnar höfðu lært margt þarft, og voru orðnar „fínar dömur," kunnu bæði að segja „adieu,“ og hneigja sig, þegar þeim var heilsað, og piltarnir komu aptur með háa flibba, „humbug" og „spásjerstokka"; það var ólikt hálsklútunum og smalaprikunum heima í sveitinni! Svo var náttúrlega margt fleira, sem það flutti heim með sjer úr höfuðstaðnum, því þangað fóru flestir, en Jón var annað hvort ekki nógu skarpskygn til að taka eptir öðru eða hann hafði ekki vit, á því. En hann langaði sjálfan til að „vera með,“ fá einhverja hugmynd um þetta dýrðlega Reykjavíkur iíf, sem svo margir töluðu um, og nú var það loksins komið svo langt að hann var búinn að fá leyfi hjá foreidrunum til að fara. Hann ætlaði með næstu ferð strand- ferðaskipsins, og verða samferða -honum Helga kaupamanni, hann var Sunnlendingur og gagn- kunnugur í Reykjavík, og hafði ekki latt Jón fararinnar. — — — — — — — — Jón stóð við borðstokkinn á skipinu, sem átti að flyt.ja hann suður. Hann var búinn að kveðja móður sína, sem hafði fylgt honum til kauptúns- ins þar sem skipið hafði stöðvar sínar. Bar ún margt nýtt fyrir augu og eyru, því þetta var í fyrsta skipti, sem Jón steig fæti sínum á eimskip. Nú var blásið til brottferðar og skipið lagði út fjörðinn. Jón stóð kyr og virti fyrir sjer fjöll-

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.