Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 13

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 13
13 má maður náttúrlega hafa alla sína hentugleika, og svo er heldur ekkert amast við því, jeg tel það ekki þó „pólitíin" sjeu að slæpast þar við og við.“ „Jeg held nú að gamla Gudda, sem þú nefnd- ir, sje alveg eins heiðarleg manneskja eins og bjánarnir í fínu fötunum, sem halda að þeir gjöri það öðrum til skammar, sem þeir einungis ata sjálfa sig á, og jeg vildi ekki kaupa mig inn á þá staði, þar sem guðs orð er lesið til þess að láta eins og þið áðan. III. Sárasta Ibölið. Húsið er háreyst og skrautlegt, gluggarnir margir og uppljómaðir — „það hefur þurft pen- inga til að byggja þessa höll,“ hugsaði hann Jón með sjer, þegar hann gekk þar fram hjá eitt kvöld. „Komdu hjerna inn með mjer, Jón litli, svo þú getir sjeð lífið hjerna frá fleiri en einni hlið, og vittu svo hvort drunginn í þjer fer ekki að hypja sig,“ sagði Helgi við hann. í’eiv námu staðar við dyr þær, sem flestir nefna svinastíudyr, það var ös mikil fyrir dyr- um úti, ög háværar samræður og blótsyrði bár- ust að eyrum þeirra. Það var margt um mann- inn þarna inni, á rennvotu gólfinu römbuðu mannaræflar, sem líkavi voru skepnum en mönn- um, af sjer gengnir og uppæstir af eiturblönd-

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.