Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 22

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 22
22 Það var miklu fleira af fólki, en Jón hafði nokkru sinni sjeð á fundi i stúku þessari, mesti sægur af ungum stúlkum og piltum, og sýndist Jóni ekki betur en þær veittu nákvæma eptirtekt hverri hreyfingu þess, sem bauð upp bögglana, það kom auðvitað mikið undir dugnaði hans, hve lengi þær þurftu að bíða. f>að var í meira lagi hávært í húsinu þetta kvöld, og allófriðlegt. A gólfinu ægði öllu saman, pappír, spónum, matbaunum, blikkdósum, pappa- öskjum og snjó, þar við bættist tóbakslögur, sem sumir „herrarnir" lögðu til, þvi fæstir voru í ' tóbaksbindindi. Þrautsegja upppboðshaldarans var aðdáanleg, því nú höfðu fleiri en einn orðið i einu; það var hrópað, hlegið, æpt, hlaupið, flogizt á, farið í snjó- kast. Jón settist út i horn og horfði á. Honum þótti nógu gaman að virða fyrir sjer þessa temp- ara, þessa áhugamiklu alvörugefnu menn, sem núna sýndu dugnað sinn í að láta eins illa og þeir gátu. Það voru þó, sem betur fór, ýmsir fleiri en Jón, sem furðaði á þessu, og á því að slíkt skyldi viðgangast í Reglunni, sem sannar- lega hefur æðra takmark heldur en að kenna mönnum skrípalæti. Það var orðið áliðið, þegar uppboðið var á enda, og sumum þótti mál til komið að halda heim; en það voru nú ekki allir, því nú dreif fólkið að hvaðanæfa, mönnum var gefinn kosL- ur á að skemmta sjer eitthvað á eptir, og máttu

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.