Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 27

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 27
27 jeg hafi gjört neitt, illt af mjer, hvorki honum eða öðrum; jeg er enginn stórþjófur eða ræningi, en hann hefur taiað þeim orðum til okkar, eins og við værum engu betri, og jeg iæt ekki skamma mig fyrir ekki neitt; nei, við viljum fá prest, sem er við okkar hæfi, sem ekki er alltaf að stagast á synd og náð, sem kann að meta það, að „ísland er kristíð milli fjalis og fjöru,“ hrósar okkur í staðinn fyrir að skamma okkur. Jeg veit ekki betur en að í þessum söfnuði sje bezta og vandaðasta fólk, og það getur ekki þolað slík- an kenningarmáta. Og hann er alitaf að tala um, að Jesús Kristur sje guðs son, en jeg veit það, að sumir „beztu menn“ safnaðarins trúa alls ekki slíkum öfgum. Enda hefur hann víst ekki verið það fremur en jeg. Svo prjedikar hann út af biblíunni, og jeg veit af mönnum í söfnuðinum, sem ekki vilja heyra biblíuna nefnda, og hvernig ættu þeir þá að geta hlustað á hann? Nei, „menntuðu" fólki þarf sízt að bjóða slíkt!“ „Hvers vegna vildu sumir ekki láta biðja bæn áðan?“ spurði Jón. „Af því við sjáum enga ástæðu til að vera að tefja tímann með óþarfa masi, hann getur beðið eins mikið og hann vill hvar annarstaðar en hjer. Jeg er nú kominn fram á þennan dag, >• og jeg verð að segja eins og er, að jeg hef ekki eytt tímanum í óþarfa bæna stagl!“ Og hann hló kuldahlátur. Já, kuldahlátur, svipuðum hlátri þeirra, er gleðjast yfir óförum annara; ogíbrjósti

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.