Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 15

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 15
15 að eins spyrja: Hafa mennirnir gleymt því, að fyrir hvert illyrði, er þeir mæla, skulu þeir á dómsdegi reikningsskap lúka? f [^aGetur það verið ánægjuleg staða, þessi vínsölumanna stjett“, hugsaði Jón með sjer, „ætli þeir væru ánægðir ef þeir sæju æfinlega og heyrðu hvaða áhrif vara þeirra hefir á neyt- endur hennar?" Það getur naumast skeð, að mikil blessun sje i för með slíkri atvinnu. Ætli tár kvenna drykkjumannanna og barna þeirra, hrópi ekki um hefnd og óblessun yfir starf þeirra? Og þess eru dæmin. Margur veitingamað- urinn, sem hefur byrjað verzlun sína með áfengi, sem „reglumaður," hefur endað æfi sína i of- drykkju. Pað er ekki holl staða, að standa við drykkjuborðið og hella víni á glös handa öðrum; það er ekki blessunarríkt starf, að eyðileggja velferð annara manna, þótt sumum mönnum þyki allt tilvinnandi „fyrir borgun." Það var orðið áliðið, og Jóni þótti mál komið að yfirgefa þennan stað. Hann hafði sjeð og heyrt svo margt viðbjóðsiegt og ljótt þetta kvöld, að hann þráði kyrrð og næði, þráði að losast frá þessu háreysti og gauragangi. Úti fyrir dyrunum stóð gömul kona tötra- lega búin, skjálfandi af kulda. Jón þekkti hana, það var hún Margrjet gamla frá Holti, rnóðir hans Snorra „sí-fulla,“ rom rnargir kölluðu. Nafn- ið benti á, að hann myndi ekki vera alveg ókunn-

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.