Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 11

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 11
11 blótsyrðin fækka ekki, fótastappið heldur áfram, og hávaðinn er hinn sami að öilu leyti. Er engin ærleg taug i brjósti þessara manna? Get- ur ekkert stöðvað fíflahlátur þeirra? Þykir þeim ekki ofboðsiegt að horfa hiæjandi á aðrar eins myndir? Jón viknar þegar hann minnist, hversu mikið frelsariiin leið vegna hans, og hann veit vai'la, hvort hann á heldur að reiðast eða aumkva þetta aumingja fólk, sem lætur eins og argasti skríll, og auðsjáanlega hefur rekið brott sóma- tilfinningu og samvizkusemi. En þeir höfuðstaðar- búar! „Svona argvítugir rustar eru þó ekki til í sveitinni, þótt þeim þyki við dónalegir," hugsar Jón. „En því er annars þetta herfólk að kasta perlum fyrir svín?“ Það heyrist hár hvellur, púðurreykur fyllir loftið, og rauðir logar gjósa upp á nokkrum stöð- um inni í salnum. Jóni verður dauð-illt við. Hvaða ósköp eru þetta? Helgi komdu, jeg verð hjer ekki lengur". „Ertu hræddur, það eru bara púðurkerling- ar, jeg held það sje meinlaust". „Meinlaust, nei, hjer er verið að fara með guðs orð og annað alvarlegs efnis". „Uss, hvaða guðs orð er það hjá þessum körlum og kerlingum?“ „Stendur ekki á sama hver heldur á biblí- unni?“ „Hvað, er hann farinn að prjedika sá litli? segir þá piltur einn nærstaddur. Hann var

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.