Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 28

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 28
28 mannsins hló illi andinn, er lagöi honum orð á tungu, og æsti geð hans til haturs og ofsókna. Það var auðsjeð á öllu, að menn voru ákaf- lega æstir, látbragð þeirra bar þess ótvíræðan votfe. Það var lítið um sæti handa svona mörgu fólki, stóðu því margir. Konur voru þar marg- ar, þær tóku eigi til máls, en ákefðin var engu minni þeirra á meðaJ, hljóðskraf þeirra gteindi frá því. Auðsjáanlega voru þeir í meiri hluta, sem höfðu tekið ráð sín saman á móti prestinum; einstaka maður vildi reyna að miðla málum, en það gekk ekki vei. í hvert skifti sem einhver þeirra manna tók t.il máls, bryddi á fótasparki og hávaða, sem stundum er kenndur við götu- drengi; mest bar þó á því, ef presturinn tók til máls, og talaði hann þó mjög stillilega. Það var reglulega eftirtektavert að bera saman framkomu hans á þessum fundi eða mótstöðumanna hans: annarsvegar hógværð og stiiling, hinsvegar ofsi og heipt, sumir gengu jafnvel svo langt, að steita hnefa framan í hann. Fundarstjóri reyndi til að halda á reglu, iikt og á að vera hjá siðuðu fólki, en honum veitti það næsta örðugt. Varð þá fundarstjóri reiður og kvaðst ekki vera kominn til að halda fund með skril. „Niður með fundarstjóra!" gall þá við úr hverju horni. „Hann kallar okkur skríl, við lát- um ekki kalla okkur skril, uss; pss, burt með hann!“

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.