Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 7

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 7
7 einhverju ofboði, til að fá manninn fluttan úr tjaldinu, þar sem kvennfólkið og börnin æptu af hræðslu; og þar við sat. Skipverjar skiptu sér yfir höfuð mjög lítið um hvernig. fólkinu leið, og Jón furðaði sig á því hve reigingslegir og óþýðir þeir voru í framkomu sinni. Auðvitað voru þeir nógu stimamjúkir við „heldri mennina,“ sem komu úr landi á höfnunum til að drekka, en þó heýrðist Jóni einu sinni þeir vera að gjöra sjer gaman að því, að það fyrsta, sem fyrir augun bæri á íslandi, væru háiffullir „pokaprestar," og fyrstu orðin, sem menn lærðu í íslenzku væri að bölva. Ferðin gekk. hægt og seint, skipið þurfti að koma víða, alistaðar bættist við nýtt fólk, ognú fór að verða ómögulegt að fá skjól, hvorki í lest- inni nje tjöidunum, og þá var enginn annar kostur en að hýma í skjóli við stjórnpallinn, það var enginn sælustaður, þvi nú kom norðanstormur með frosti; öldutopparnir skullu á borðstokkun- um, og við og við gusaðist sjór inn á þilfarið. En flest er boðlegt íslendingum, og þeir verða líka flestu fegnir, það getur skeð að sumar þjóðir víluðu fyrir sjer, þó bágstaddar væru, að fleygja árlega þúsund tugum króna fyrir annan eins aðbúnað og hjer hefur verið drepið á, en það láta íslendingar sér lynda og vel sæma. Já, þykjast meira að segja svo mikiir menn, að sjálfsagt sje að skylda alla, sem vilja hafa viðunanlegt hús- ueeði á strandferðaskipum, til að borga bryta 4

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.