Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 8

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 8
8 kr. á dag. Loksins tók ferð þessi enda, og nú blöktu við fánar á hverri stöng í Reykjavikurbæ, því strandferðaskipið var komið heilu og höldnu, þrátt fyrir storm og snjóhríð, áflog og illdeilur, blót og formælingar, guðlast og klúryrði, vín- drykkju og vínsölu! Og feginn var Jón þegar hann komst í bát einn og leiðin lá upp að ó- hreinu þarahálu bryggjunum, sem fæstir gleyma, er einu sinni hafa fæti stigið. Þetta var þá Reykjavík! Eitthvað var af fólkinu ! Það var heill þingheimur við bryggjuna: Ungar stúlkur, eldri konur, karlmenn, sumir dauða- drukknir. Göturnar voru helmingi forugri enflestar bæjartraðir, sem Jón hafði sjeð, og honum fannst einhvern óþægilegan þef leggja fyrir vit sér. Nei, það var enginn skógarilmur á Reykjavíkur götum! Hann varð hálf ringlaður, hafði naumast rænu á að heimta föggur sínar og lagði svo á stað út i milli húsanna. H. „Á Her.“ „Góðan daginn Jón minn! Komdu nú bless- aður og sæll! Hvað segirðu til? J?ykir þjer ekki skemtilegt hjer?“ „Sæll Helgi minn! Jeg segi eiginlega fátt, og sízt um það hvað mjer þykir skemtilegt hjerna. “ „Það er óyndi í þjer núna fyrsta sprettinn auminginn, en það lagast, hjer er margt að heyra

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.