Ljós og skuggar - 01.01.1904, Page 8

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Page 8
8 kr. á dag. Loksins tók ferð þessi enda, og nú blöktu við fánar á hverri stöng í Reykjavikurbæ, því strandferðaskipið var komið heilu og höldnu, þrátt fyrir storm og snjóhríð, áflog og illdeilur, blót og formælingar, guðlast og klúryrði, vín- drykkju og vínsölu! Og feginn var Jón þegar hann komst í bát einn og leiðin lá upp að ó- hreinu þarahálu bryggjunum, sem fæstir gleyma, er einu sinni hafa fæti stigið. Þetta var þá Reykjavík! Eitthvað var af fólkinu ! Það var heill þingheimur við bryggjuna: Ungar stúlkur, eldri konur, karlmenn, sumir dauða- drukknir. Göturnar voru helmingi forugri enflestar bæjartraðir, sem Jón hafði sjeð, og honum fannst einhvern óþægilegan þef leggja fyrir vit sér. Nei, það var enginn skógarilmur á Reykjavíkur götum! Hann varð hálf ringlaður, hafði naumast rænu á að heimta föggur sínar og lagði svo á stað út i milli húsanna. H. „Á Her.“ „Góðan daginn Jón minn! Komdu nú bless- aður og sæll! Hvað segirðu til? J?ykir þjer ekki skemtilegt hjer?“ „Sæll Helgi minn! Jeg segi eiginlega fátt, og sízt um það hvað mjer þykir skemtilegt hjerna. “ „Það er óyndi í þjer núna fyrsta sprettinn auminginn, en það lagast, hjer er margt að heyra

x

Ljós og skuggar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.