Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 12

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 12
mannlega klæddur með stæðilegan vindil, sem hann var að reykja. „Blessaður farðu í herinn, þar geturðu prjedikað, ha, ha, ha! Hann er úr sveit, piltar, sveitakauði! ha, ha!“ En nú var farib að síga í Jón. „Og heldur þú að það leyflst engum að segja nokkuð, sem er úr sveit. Pað getur skeð að þjer og þínum likum þyki það fínt, að láta eins og vitfirringur, þar sem verið er að fara með guðs- orð, en jeg er því óvanur úr sveitinni. Pið hugsið líklega eins og heimskinginn, sem segir í hjarta sínu: „ Það er enginn guð til“. Nú var skellihlegið. „Heyrðu lagsi, hefurðu þefað af honum þessum?“ sagði velklæddi pilturinn, og strýkur um leið vindlinum um vit Jóns. Það var eldur í vindlinum og Jón sveið ákaflega; Helga þótti nú fara að vandast málið, þrífur hann þá til piltsins, sem hafði ráðizt að Jóni, og ætlar að berja hann, en fleiri skerast í leikinn, og lýkur þessu með áflogum og óhljóðum. En frá pallin- um hljómar sálmasöngur og guðsorðalestur. Loksins var Jón þá kominn út. „Hingað skal jeg aldrei stíga fæti framar. Jeg vil ekki fylla flokk þeirra, sem gjöra gys að guðsorði." „Blessaður láttu ekki svona! Skyldi það ekki vera mikið guðsorð, sem hún gamla Gudda eða hann Jónsi eru að bulla, láttu engan heyra ^etta; „á her“ má hver láta eins og hami vill, ^aður kaupir sig inn íyrh dýra dóma, og þá

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.