Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 23

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 23
23 menn ráða hver skemmtunin yrði. Þá lyptist brún- in á mörgum, og svo þegar spurt var hverja skemmtun mennkysu, þá kvað við úr hverju horai: „Dans, dans. við viljum hafa dans!“ Nú var gátan auðráðin, hversvegna þessi fundur var fjölsóttari en aðrir og volæðislega augnaráðið unga fólksins varð einnig skiljanlegt, þegar það var öðru hvoru að gjóta hornauga til bögglahrúgunnar, sem aldrei ætlaði að taka enda. Á svipstundu var búið að sópa gólfið og fleygja burt borðum og bekkjum. Það leiftraði fjörið í augunum á ungu stúlkunum, og piltarn- ir rjeðu sjer ekki fyrir kæti. Og svo þegar har- monikan kom með hina „hljómsnjöllu" — sundur- tætandi tóna — þá á stað, á stað. — Dansinn er byrjaður, þessi óviðjafnanlegi leikur, sem hefur svo mikið vald á meðal fólks- ins. — Nú finnur enginn til þreytu, augun leiptra, kinnarnar glóa, templara áhuginn er allur kominn í fætui-na! Og hvað var svo ágóðinn af þessum „skemmt- unum?“ „Pær hæna fólkið að,“ segja sumir. „Á hvaða þroska og mentunarstigi er það fólk, sem gengst fyrir slíkum skemmtunum ?“ mætti enníremur spyrja. Hvaða uppbygging er það fje- laginu, hvernig reynist það í baráttunni gegn Bakkusi ? tað er tómahljóð í dansskröltinu og harmon- ikuarginu, það bor glöggan vott um hina óendan- iegu andiegu nekt og tómleik fólksins, sepi hvergi

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.