Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 25

Ljós og skuggar - 01.01.1904, Blaðsíða 25
25 inn í fordyrinu, og þar var hálf-kalt, innan að bárust honum til eyrna hávœrar samræður. Hann varð enn forvitnari, og gekk inn. Þar var alskipað fólki, körlurn og konum, eldri og yngri; menn sátu og stóöu, sumir æddu fram og aptur um gólfið. Það var einhver æsingur yfir fóikinu. „Hvað gengur hjer á,“ hugsar Jón. Hann veitir eptirtekt nokkrum mönnum, er standa skammt frá dyrunum, og ræðast við með ákefð mikilli. „Hann skal niður!" sagði einn þeirra, „jeg hætti ekki fyr, — við hættum ekki fyr, hann skal niður, hvað sem það kostar; við erum nógu lengi búnir að þola skammirnar úr honum, nú er mál komið að sýna rögg af sjer, og reka hann frá.“ „Þetta er alveg rjett og satt, sem B. segir,“ tekur þá annar til máls, „við erum upp úr því vaxnir að hlusta á úreltar kreddur, sem enginn „upplýstur" maður leggur trúnað á, jeg gæti til- nefnt margt, sem hann hefur sagt, sem er alveg óþolandi; nei, við getum ekki brúkað slíkar kei linga-bækur." Og hann kryddaði þessa síðustu setningu með 2—3 blótsyrðum. „Jeg er aigjörlega á ykkar máli,“ sagði sá þriðji, „jeg hef nú auðvitað aldrei verið svo sjer- lega biblíufastur, enda get jeg ekki hlýtt á ann- að eins biblíuraus, jeg læt hann vera ef hann prjedikaði ekki út af henni eins og hann gjörir, en þetta“ — Jón heyrði ekki meira, því nú var

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.