Syrpa - 01.03.1912, Qupperneq 5
ÞORRABLÓT
131
hljómaöi eins og' klukknahringingf í
eyrum íslendinganna. Þegar menn
mættust á götunum, var þetta vana
spurningin:
,, H a 11 o o ! Ætlar þú aö blóta í
kveld?“
,,Hvaö heldurðu? You bet!“
var vifrkvæðið oftast nær. Nokkrir
snússuðu sig þó og sögðu:
,,Eg á Þorrablótið? Nei, fjand-
inn fjarri mér! Eg fer ekki aö
spenna þar dollar ogkvarti
úr því eg dansa ekki“. En þeir
sem svona töluðu voru ekki vinir
blótsins, og hafa því líklega ekki
kunnað að meta sitt eigið þjóðerni.
Margir af ungu piltunum voru
búnir að bjóða stúlkunni, sem þeir
ætluðu aö dansa við á Blótinu, fyrir
mörgum dögum síöan. Það sem
þeir þurftu nú .mest að gæta að voru
fötin, sem þeir ætluöu sér að verða
í. Þeir létu hreinsa þau, pressa
og bursta, og surnir lceyptu sér ný
föt. Skyrtur og kragar var tekið
glerhart oggljáandi af þvottahúsum
hvítra manna og g*ulra. Skór voru
svertir bustaðir og stroknir, unz
þeir urðu svartir sem tinna, og
glampandi sem bezta skuggsjá.
Voru margir menn, sem gátu séð
andlit sín í ristunr sínum,þegar þeir
horfðu ofan á fætur sér.
Kvennþjóðin var öll í kjólun-
um. í marga daga höfðu þeir ver-
ið hennar æðsta og eina umhugsun-
arefni. Stúlkurnar vissu það og
skildu af eígin reynd, hve óendan-
lega mikla þýðingu til gæfu eða ó-
gæfu, einn einasti kjóll hefir, fyrir
alla þeirra komandi æfi. Efnið,
liturinn og sniðið, var auðvitað hinn
margtvinnaði rauði þráður, sem
mesta þýðingu hafði. En ein lítil
b 1 u n d e r i n g, smekkleg 1 i s s a
og smávaxin f r u n s a gátu þó ein-
kennilega mikið bætt um, ef þær
voru settar á réttan stað á kjólnum.
Ný-tízkublöð frá Parísarborg, Lund-
únum og Nýju Jórvík voru keypt og
lesin í ákafa, bæði til fyrirmyndar
saumastúlkunum, og til eftirlits, ef
kjólarnir voru keyptir í heilu líki hjá
Eaton eða Robinson, og einhverju
þurfti á þá að bæta af silkilindum
og p í r u m p á r i.
Sumar stúlkurnar áttu ágætis-
kjóla frá Grímudansinum, Nýjárs-
dansinum, Gleym-mér-ei-dansinum
ogöðrum uppáhalds dansleikjum. Ef
þeir höfðu gefist eigandanum vel,
var engin ástæða að lóga þeim og
fá sér nýjan kjól. Spursmálið og
umhugsunin var þá að eins: ,,Skyldi
hann nú gefast eins vel eða betur
en þá?“ — En þessu varð sann-
reyndin sjálf á Þorrablótsdansinum
að svara. Þráin var að vísu djúp
eins og himinbláminn, vonin fögur
sem ímynd ástarinnar, og eftirlöng-
unin innilega heit og töfrandi, eins
og hjónaban 1 heitt elskandi kær-
ustu-samstæðum. En fullnaðarúr-
skurðurinn lá djúpt geymdur í skauti
hinna ófæddu atvika, sem dansnótt-
in átti að leiða í ljós.
Menn borðuðu heldur með minna
rnóti heima hjá sér um kveldið. All-
ir vildu verða sem lystar beztir í
heimboði Helga magra að Kristnesi
þetta kveld. Það var þó sannar-
lega ánægjuleg tilbreytni frá venj-
unni, að fá að borða sig saddan á
al-íslenzkum hátíðamat, einu sinni á
árínu. Vanalega átu menn að eins
til að lifa, og halda heilsu og kröft-
um, en nú ætluðu rnenn að hafa á
því hausavíxl: lifa til að borða. Nú