Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 7
ÞORRABLÓT
133
voru krossberar tilverunnar, sem
ekki höföu haft ge(5 eða tækifæri til
að veröa nokkruni samferöa. En
þau einnig hvort í sínu lagi, hurfu
inn fyrir hallarstafi. Inn í íslenzkt
samfélag, íslenzkan glaum og ís-
lenzka veizlugleði.
Þegar inn úr dyrunum kom, var
riö all-mikiö upp aö ganga. Mynti
þaö fólkiö á himnastigann fræga.
Snotur forsalur tók ciö þegarriöinu
slepti. Gengu menn inn eftir honum
unz þeir komu aö hurö mikilli og
ramlegri. Stóö hún opin. En sem
fólkiö vildi inn ganga, sá þaö hvar
heljar-digur blámaöur var í dyrun-
um. Rekur hann kyn sitt alla leiö
suður til Blökkumannalands. Var
þá nær því liöið yfir margt af kvenn-
fólkinu af skelfingu, því þaö haföi
ekki búist við sjón þessari hér, en
haföi mikið lesið um mannæturnar í
Suöurálfunni, sem Stanley segir frá.
En svo var ekkert að óttast, því
maður þessi var meinleysið sjálft,og
tók aöeins á móti aögöngumiöum
fólksins,sem giltu fimm krónur tæp-
ar, eöa einn dal og tuttugu ogfimm
cent á anieríska peningavísu.
Streymdi nú fólkiö hiklaust og ó-
kvíöið inn í listilega smíðaðar komp-
ur og afkyma, þar sem það tók af
sér yfirhafnir sínar og vetlinga,
hatta og yfirskó, áður það gengi
inn í blótsalina sjálfa. Eru afkym-
ar þessir búnir svo vel út, aðkvenn-
fólk og karlfólk skiftist í tvær deild-
ir, svo enginn ruglingur getur átt
sér staö.
Fyrir innan dyrnar var fólkinu
gefinn sex-blaöa bæklingur, aö káp-
nnni meötaldri. Voru þar Þorra-
blóts-kvæöin prentuð og nöfn höf-
nnda þeirra, ásömt nöfnum minn-
anna og flytjanda þeirra. Utan á
kápuna var prentað:
„Miðsvetrarsamkvæmi.
F i m t a
Þorrablót
Vestur-íslendinga
Öskudaginn, 13. Febrúar 1907.
Helgi Magri“.
En innan í kápunni stóðu þessi
alkunnu orö frelsishetjunnar þjóð-
hollu“.
,,íslendingar
viljum vér allir vera".
Fanst öllum setning þessi eiga
vel viö að vera einkunn hins ramm-ís-
lenzka Þorrablóts Vestur-ísleninga.
Allur var frágangur á smáriti þessu
hinn prúöasti. Enda var það prentað
hjá Ólafi þeim, sem gefiö hefir út
þá glæsilegustu bók, sem komiö
hefir á prenti áíslenxkri tungu vest-
an hafs, og er útgefandi þess feg-
ursta tímarits, sem vestur-íslend-
ingar eiga til.
Blótsalirnir voru þrír að tölu,
fagrir og víðáttijmiklir. Vestan
viö kompurnar var ræðusalurinn.
Þar átti að mæla fyrir minni íslands
kvenna og Vestur-íslendinga, og
og syngja kvæði um sama efni eftir
vestur-íslenzka skáldmæringa, sem
alstaöar úir og grúir af, eins og
húsflugunni í Winnipegum heitustu
sumarmánuðina. Eru þeir meinlitl-
ir flestir eins og flugna garmarnir og
bíta aldrei fast, en heldur þykir
fólki að þeir séu til óþrifa eins og
flugurnar. í sal þessum átti rímna-
kveÖskíipur einnig fram að fara, á-
samt íslenzkutn þjóösöngum og smá-
ræðum ýmsra manna, og fleiruþess
háttar andlegu og íslenzku góðgæti.
Yfir sal' þessum var datissalurinn.
Voöalegt gímald meö spegilgljáandi
gólfi, og svo hálu aÖ fáir aðrir gátu
á því staðiö ódettandi, en margæfð-