Syrpa - 01.03.1912, Side 8

Syrpa - 01.03.1912, Side 8
134 SYRPA ir dansistar og fótafrömuðir, en sem betur fer eru fiestir íslendingar þaö að einhverju leyti. Austur og upp af danssalnum var borðsalurinn. Þar átti J ó n landi að fá sig saddan á íslenzku góðmeti. Kom vatn fram í munninn á mörg- um matkærum íslendingi, þegar hann leit dyr þær sem leiddu inn í veizlusalinn sjálfan, en sem enn þá voru luktar, svo enginn fengi að líta dýrðina fyrri en alla í einu, og sú sjón yrði því íslenzkari og áhrifa meiri á allan líkamann, sem lengur þyrfti að bíða hennar. Fyrst var dansinn hafinn. Þustu nú allir upp í liinn volduga sal, bæði til að dansa sjálfir og til þess að sjá aðra dansa. Við saldyrnar var hverjum sem hafa vildi útbýtt stinnu bréfspjaldi, með kringlóttu gati í einu horninu og var í það hnýtt sjö þumlungalöng snjóhvít silkisnúra tvöföld, og liékk við þann endann sem laus varfagur- lega smíðað sívalt, hvítt og mjótt ritblý. Oðru megin á miða þess- um stóðu þessi orð á íslenzku: „Þorrablót , Helga Magra Manitoba Hall 13. Febr. 1907. Dansinn11. En hinumegin var skrá yfir nöfn- in á dönsum þeim, sem dansast áttu um nóttina, og voru þau ölláenskri tungu. En ritblýið var til þess ætlað að rita með því nafn þess eða þeirrar, aftan við dansnafnið, sem lofaðist til að dansa þann dans. Mátti sjá margt broshýrt andlit og heyra mjúkan málróm, þegar hann eða hún var að biðja um þennan og þennan dansinn. Skottin á svörtu rökkunum hoppuðu af kæti, og hvítleitu kjólarnir belgdust út af ólgandi ánægjunni. Dansinn byrjaði með Grand Promenade, eins og datisskráin nefndi það, og tóku all fiestir blót- gestir þátt í þeirri miklu skemti- göngu. Frá hæðum ofan barst hljóðfæraslátturinn þýður en hljóm- þungur, titrandi, töfrandi, tryilandi, heillandi. Menn á öllum aldri og af öllum stéttumþjóðarinnarfylgdust með í þessunt alsherjar gleðigangi. Þar mátti sjá óspilta, óreynda og skegglausa yngissveina og grályndai og gráskeggjaða syndaseli. Þar voru sagarar og húðamenn, sniiðir og málarar, umboðsmenn og kaup- menn.djáknar og prcstar,tnálfærslu- menn og þingskörungar. Þar voru saklausar og selspikað- ar heimasætur og lítilsigldar og gelgjulegar vinnukonur upp í ,for- framaðar1 og ,útfarnar‘ kvennaskóla- dömur og margsigldar Kaupmanna- hafnar ungfrúr. Þar voru þvotta- konur, hraðskriftarstúlkur og skóla- kennarar. Daglaunamannafrúr, kaupmannafrúr og ekkjufrúr. Flestir sem gátu töluðu ensku. Þykir flestum hún munnmýkri, og meiri frægð að birta hugsanir sínar á þeirri tungu, en á gömlu íslenzk- unni, sem er nú með hverju líðandi ári, að færast aftur úr tízkunni bjá íslendingum í Vesturheimi. Þeir sem voru svo ,,grsenir“, að geta ekki talað ensku notuðu fiestir Winnipeg-íslenzku—vestur-íslenzku öðru nafni—en hún býr á landa- mærum ensku og íslenzku.og stelur öllu steini léttara úr báðurn ríkjun- um, sér til framfæris, en hefir þó eigi enn þá komist undir manna- hendur, svo kunnugt sé. Þykir hún í raun og veru ófínni en enskan

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.