Syrpa - 01.03.1912, Page 12
138
SYRPA
betra samræmi aS hvorutveggja
væri enskt og er vandi aö segja um,
nverir höfÖu þar réttara fyrir sér.
En aftur var byrjað aö dansa af nýju
fjöri, meö nýjum vonum á nýja sælu.
Ofan í ræöusalinn bárust þungar
drunur frá hinum óteljandi fótum
dansaranna. Var það líkast að heyra
eins og mikill brimniður um haust
heima á íslandi,eða þrumur í Winni-
peg, þegar hellirigning er í nánd.
Að vísu dansaði hver og einn eins
létt og lipurt og hugsanlegt er aö
mannlegur líkami geti gjört. En
þegar fleiri hundruö manns er kom-
in á fleygi ferð á einu gólfi út í hring-
ferð lífsins, þá myndast þessi ein-
kennilegi, dimmi og þungi niður.
Blandast svo satnan við hvellan og
hljómþýðan hljóöfærasláttinn og töfr-
ar eyra hvers manns með óskiljan-
legum, leiöslufullum eymi. Dun-
andi, dillandi, deyfandi, dreymandi
eymi. Hafði þessi Úndínu-söngur
alt annað en vekjandi áhrif á hálf-
syfjaða tilheyrendur ræðanna og
kvæðanna. Urðu afleiðingar hans
því sárgrætilegri,sem söngmenn og
ræðumenn virtust flestir dálítið
kvefaðir og lá því heldur lágt róm-
ur eins og öðrum kvefuðum mönn-
um.
Fáliðaður söngflokkur söngÞorra-
blótskvæðin, og rauluðu nokkrir af
boðsgestum undir eftir beiðni for-
setans.
Þegar kvæði og ræður fyrir minni
íslands, Kvenna og Vestur-íslend-
inga höfðu farið fram, þá var hin á-
kveðna skemtiskrá á enda og byrj-
uðu menn þá að skemta sér á ýms-
an hátt. Töluðu hinir og þessir,
sem voru boðnir og beðnir ,,upp á
pallinn“, fáein orð hver, og fólkið
sem sat í sætum sínum, talaði óboð-
iö sín á milli ekki hvað minst.
Sömuleiðis voru sungin ýms íslenzk
og útlend lög með íslenzkum text-
um. Nokkur rímna erindi voru
kveðin með afar hárri og dimri
röddu, af miklum og föngulegum
blótgesti. Þótti sumu af fólkinu
það bezta skemtunin, sem um hönd
var höfð í ræðusalnum. — Þá var
Fjallkonan sýnd lifandi af vestur-
íslenzkri yngismey, klædd faldbún-
inginum íslenzka. Varð þá mörg-
um heitt um hjartarætur. Mælti
hún skýrt og sköruglega fram N ý-
ársósk Fjallkonunnar eftir
M a t t h í a s ganila J o c h u m s o n,
skáldskörunginn góða. Var fram-
burðurinn undra góður þegar þess
er gætt að stúlka þessi ervaxin upp
í vestur íslenzkum jarðvegi, og hefir
hlotið alla sína mentun á enskum
skólum.
Þórður Sigurðsson,aldraður bóndi
utan úr einni íslenzku nýleudunni,
var einn á meðal Þorrablótsgest-
anna. Hann var forn í skapi og
íslenzkur í anda. Var hann kom-
inn til lands þessa fyrir tuttugu og
fimm árum, þá fulltíða maður. Son
átti hann sem Gunnlaugur hét.
Dvaldi hann í Winnipeg. Var hann
fæddur og uppalinn í Ameríku og
nú liðlega tvítugur að aldri. Gunn-
laugur var á blótinu og dansaði, en
faðir hans hlustaði á ræðurnar og
sönginn, þar til minnin voru um
garð gengin. Þá geklc hann út í
fatakompurnar og mætti þar syni
sínum, sem kom ofan úr danssaln-
um, allur í einu kófi og þurkaði
svitann af enni sér með hvítum silki-
klút.
,,Hvernig skemturöu þér pabbi?“
spurði Gunnlaugur föður sinn.