Syrpa - 01.03.1912, Qupperneq 14

Syrpa - 01.03.1912, Qupperneq 14
140 SYRPA hana ekki alveg rétt, en þó máttu trúa því aö egf slengi ekki eins mik- iö af ensku saman viö hana eins og sumt fólk sem eg þekki hér í bæn- um og er komiö að heiman fyiir að eins einu ogtveimur árum. Nátt- úrlega tala eg oftar ensku, en ís- lenzku, því bæði er hún mér tamari og svo tala flestir viö mig á því máli. Helgi magri getur ekki hjálp- að þessu. — Hann gaf og gekst fyr- ir samskotum meöal okkar íslend- inga í Ameríku, þegar skipskaöarn- ir uröu heima og hann hefir látiö einn af forustu mönnum meðal Vest- ur-íslendinga halda fyrirlestur, frí- an fyrir alla, um eina af frægustu söguhetjum íslendinga í fornöld. Eg sé því ekki betur en Helgi magri eigi frekar skilið þökk en vanþökk af okkur Vestur-íslendingum“. ,,Þetta er satt sem þú segir,dreng- ur minn, um samskotin og fyrirlest- urinn, og fyrir framkvæmd þá og viöleitni á klúbburinn þökk skiliö. En þaö sannar samt sem áður ekki, að þetta Þorrablót hans sé ekki h u m b u g. Hann hefir boðið okk- ur á al-íslenzkt miösvetrarsamsæti, og svo sækjum við það íslending- arnir víösvegar utan úr nær- og fjærliggjandi héruðum. Ekki til að sjá enskan dans, S i r ! Því að hann fáum við að sjá úti í sveitunum. Ekki til að eta og sjá etinn enskan mat, því það getum vér sjálfir gjört ogséöhvarsemer. En við komum til þess að sjá og heyra og taka þátt í íslenzkum skemtunum, íslenzkum siðum og íslenzkum hugsunum. Og hvað mætir okkur svo hér? Vest- ur-íslenzkt hugbug Sir! Skelja- kápan vestur-íslenzka, sem fjöldinn ber upp á stáss og glamrar og hringlar í við hverja smáhreyfingu. Þjóöræknisskrumiö, þjóðrækniskák- ið og þjóðræknisleysið. — Væri ekki sæmra af Helga magra, ef hann getur ekki haft Þorrablót sín öðru- vísi en svona, að hætta viö Þorra- blóts nafnið og Þorrablótshugmynd- ina, sem á þessu kveldi er gjört aö hlægilegum skrípaleik, en kalla samkomu sína átveizlu og dans og halda hana í minningu um lausn sína fráhinum löngu vetrum íslands? Sú samkoma myndi vel sótt, ef eg þekki rétt hugi fólksins og hún hefði líka þann kost, aö vera í samræmi viö sjálfa sig, því þá væri sjálfsagt aö hver og einn talaði, dansaði, æti og léki sér upp á ensku“. ,,Þú ert að verða ærður pabbi! Eg get varla hlustað á þetta, ogsvo þarf eg upp að fara aö dansa. — En þú mátt vera viss um eitt. Ef ensk- ur dans væri ekki hafður, þá kæmi ekki helmingur af því fólki sem er hér í kveld. Og ef Þorrablótið væri bara kölluð danssamkoma og át- veizla, eins og þú varst aö tala um, þá er eg viss um aö ekkert kæmi af eldra fólkinu. Þarna séröu þaö! Þetta má til að vera svona, svo að fólkiö sæki þaö vel“. Má til að vera svona? — Mikla vitleysu ferðu með Laugi minn. Einu sinni ætlaðist eg þó til að þú hefðir sannari skoðun á hlutunum, en nú kemur fram. En eins og það er erfitt að varðveita óskemt epli frá að sýkj- ast, ef það er með skemdum eplum, eins erfitt er aö láta einstaklinginn hafa heilbrigðar skoðanir, ef hann elzt upp hjá skoðanasýktri þjóö. — Þjóð, sem elur upp lítt hu'gsandi unglinga, er gal-hoppa dansandi og trallandi út í bláinn og blinduna. Gleymandi öllum skyldum viö sjálfa slg, tungu sína og þjóð. Þorrablót-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.