Syrpa - 01.03.1912, Qupperneq 15
ÞORRABLÓT
141
iö á e k k i aö vera sniöiö eftir vilja
fjöklans, heldur eftir því sem er
sannast og' íslenzkast. Helgi magri
hefir góöum drengjum á að skipa,
ef þeir aö eins v i 1 d u beita sér.
Vildu reisa sitt ísler.zka merki hátt
og leiöa fólkiö þangaö, í stað þess
aö láta meiri hluta þess leiöa sig, aö
lágu marki, óíslenzku. En með því
eina móti, aö vera íslsnzkir meira
en að nafninu til, — vera íslenzkt
félag í anda og sannleika, geta þeir
gjört þjóö sinni gagn og unniö sjálf-
um sér til sóma. Ef ekki þá er
nafniö blekking og yfirskin auövirði-
legs ávinnings, þjóöinni í heild sinni
til böls og unglingunum, sem upp
eru aö vaxa, hiö herfilegasta dæmi
til eftirbreytni í þjóöernisbaráttunni
— í baráttunni aö geta oröiö s a n n-
i r menn, s a n n i r íslendingar.
Þorrablótið æ 11 i aö vera til þess
aö vekja og glæða alt þaö fegursta,
göfugasta og bezta sem til hefir
verið og e r í íslendings-eölinu.
Ætti aö vera einskonar kvöldmáltíö
íslend inga í minningu hetjanna
fornu, þar sem á burt væru þvegnar
syndir ómensku-aldanna og vesal-
dómur vorrar eigin aldar, en safnað
aftur á móti nýjum guðamóði, afli
og þori hinna löngu liðinna kappa.
Og Þorrablót, þar sem aö hver og
einn heitstrengdi þess af heiluhjarta,
að verða sem nýtastur maöur sjálf-
ur, sér og þjóÖ sinni. — Þaö Þorra-
blót eitt—segi eg—myndi verða
þjóöbrotinu okkar íslenzka meira
viröi en hundraö vanalegar kveld-
máltíöir og hundraö vanaleg Þorra-
blót aö samanlögöu“.
Hér þagnaöi Þórður og blés þung-
an. Var hann búinn aö tala sig
heitan og er óvíst hann hefði látið
hér staöar numið, ef sonur hans
heföi veriö kyr hjá honum og hlust-
aö á hann. En Gunnlaugur var
kominn upp á loft og farinn aödansa.
Var þaö hvorttveggja, aö hann vildi
komast hjá aö karpa við fööur sinn
og þótti líka skemtilegra upp á loft-
inu hjá kunningjum sínum og leik-
systskinum.
Klukkan aö ganga þrjú um nótt-
ina fóru þau Jón og Guðrún af Þorra-
blótinu. Þurfti hún aö vakna tím-
anlega um morguninn, til aö sinna
verkum sínum, og vildi heldur fá
/sér góöan dúr en aö tefja lengur.
Jón var líka vel til með að halda af
stað. Var hann næstum farinn aö
draga ýsu ofan í bringu sér inn í
sjálfum danssalnum.
Þegar þau voru komin út úr dyr-
unum mælti Jón:
,,Fari þaö grá-grenjandi þetta
Þorrablót! Bæ goli! É’ gef ekki
túskilding meÖ gati fyrir þaö. É’
sem átti von á að fá magála o’
döndla, bringukolla o’ lundabagga
súrsuð sviö o’ slátur, harðfisk, rikl-
ing o’ hákarl, pottbrauö, flatbrauö,
laufabrauð o’ íslenzkt kaffibrauö o’
ótal fleira af íslenzku sælgæti, en so
var þelta bara enskur matur, það
lítið það var, enskur danso’ ræöurn-
ar og söngurinn eklci demm þing
betr' en á tuttug’ o’ fimm senta sam-
komum út í kontríi. Er þaö ekki
kreisí? Bara despírat!“
,,Sjeim on jú að tala Ijótt. — Vell,
þú skilur þetta bar’ ekki Djonni,
þaö er trobullinn við þig“, svaraöi
systir hans. ,,Þú þarftaö verahérn’
í bænum so þú fáir rétta hugmynd
um hlutina. Þú ættir aö þekkja
Djósí frænku. Hún gæti olræt kom
iö þér í skilninginn um þaö. — Ensk-
ur matur er eins góöur o' sá íslenzki,