Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 18

Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 18
44 SYRPA og- vindilinn, en sér til stórrar undr- unar veit hann eigi fyrri til en tveir tíu-dala seölarnir fljúga upp úr buxnavasa hans, hvoráeftir öörum, og beint upp í munninn á veitinga- salanum, og hurfu þar á bak viö dökkrauöar varir og gulhvítan tann- garö gulli greiptan. Jón ætlaöi aö tala um þetta við vínsalann, þó hann kynni ekki mikiö í ensku, en þá gat hann ekki sagt eitt einasta orð. Benti hann þá á buxnavasann og svo á munn vínsalans, en þá fóru allir að skellihlæja aö honum, og stökk hann viö það út. ,,Fari þaö grá-bullandi þettaö“, hugsaöi Jón meö sér og gekk inn í knattborös- stofu (Pool Room) og horföi á leiki manna. Sjálfur kunni hann ekki leik þennan, en fanst hann undur skemtilegur, og sig því langa aö lærahann. Á einu knattboröinu voru engir aö leika. Láu knettirnir á því á víð og dreif. Hugsar Jón meö sér, aö lítið geti það sakað, þótt hann æfi sig um stund á boröinu fyrst enginn noti það. Tekur hann eina af knattstöngunum og byrjar að leika eins og hannsá aöra gjöra, en naumast hafði hann komiö viö knettina, þegar hann sér til mestu skelfingar sér einn tíu-dala seöilinn fljúga upp úr vasa sínum, og ofan í knattborös eigandann. Jón þaut út, beina leiö, og sagði ekki eitt einasta orð. Vildi hann ekki auka á ógæfu sína meö aðhlátri manna, eins og í fyrra skiftiö. Hann var nú oröinn þyrstur aftur, en hugsar meö sér aö koma þó ekki aftur á veitingahúsiö, svo hann gekk inn í aldinabúð eina, þar sem óáfengir drykkir, ísrjómi og ávextir voru seldir. Bað hann þar um sódavatnsflösku, ísrjómadisk og stóra appelsínu, en í sömu svip- an flýgur einn tíu-dala seöill upp úr vasa hans og upp í aldinasalann. Þóttist Jón nú illum brögöum beitt- ur, en gat þó ekki aðgjört. Er ekki aö orð'engja þaö, að viÖ hverja þá skemtun sem Jón vildi veita sér, fiaug tíu-dala seðill úr vasa hans og í munn þeirra sem seldu þær. Fjór- ir voru þegar farnir veg allrar ver- aldar. Sá fimti fór á leikhúsinu, sjötti vestur í Heppiland, sjö- undi suöur í RiverPark, átt- undi á sporvögnunum og sá níundi viö eina bjórkollu, sem hann hafði neyðst til aö taka í hitanum, þótt honum væri meinilla við aö koma inn á veitingahús. Átti hann að eins einn tíu-dala seðil eftir, af öll- um peningunum, því tíu-centa pen- ingarnir höfðu allir saman hlaupið upp í rakara einn, sem hann hafði látið raka sig um daginn. Jón hélt nú dauðahaldi með hendinni utan um þessa tíu-dali, sem eftir voru í buxnavasanum, oghélt af stað heim til sín, sem honum þótti vera vest- arlega í borginni. Á leiðinni sér hann hvar forkunnar fögur kona situr út við glugga á húsi einu og brosir til hans blíðlega. „Henni líst á mig þessari11, hugsaöi Jón með sér, galt bros hennar í sömu mynd og gekk eins og í leiðslu nær dyrunum. Þá gekk konan frá glugganum og opnaði huröina. Stóð hún þar brosandi í dyrunum og hneigöi sig fyrir Jóni, langt um feg- urri en nokkur englamynd sem hann haföi séð á æfi sinni. ,,Eg hélt þú værir þreyttur og vildir máske koma inn og hvíla þig? Eg skal spila fyrir þig á píanó, ef þú vilt gjöra svo vel!“ mælti konan og brosti ennþá sætara enn áöur. ,,Sú er ekki amaleg!“ hugsaöi Jón, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.