Syrpa - 01.03.1912, Qupperneq 24

Syrpa - 01.03.1912, Qupperneq 24
150 SYRPA Englands konung-ur eftir hann. Konungur rétti Vestsaxa-jarli hend- ina og mælti: ,,Þér, Haraldur frændi, trúi eg fyrir ríki mínu“. Eftir þaö talaði hann nokkur orð við Harald, meðtók sakramentið af hendi Stíganda og gaf upp öndina. Orð hins deyjandi konungs tóku vandann frá þeim, er kjósa áttu hans eftirmann. Hatin hafði sjálfur kjörið einmitt þann mann lil að bera krúnuna eftir sig, er alt landsfólkið vildi kosið hafa. Það stóð heldur eigi lengi á kosningu. Haraldur studdist á exi sína, og tók í móti höfðingjum þjóðarinnar, er þeir færðu honutn kórónuna. Hann hlaut að vita, að þetta mundi fyrir koma, en þó var eins og hik kæmi á hann, að taka í móti tigninni. Til eru gömul veggjatjöld, kend við Bayeux-borg á Frakklandi, og að öllurn líkindum lítið J'ngri en við- burðir þeir, sem hér er umtalsefni; á þeim tjöldum er mynd af Haraldi, er virðir fyrir sér kórónuna með á- hyggjusvip og dregur að sér hend- ina aftur, er hann haföi rétt fram til að handsama kórónuna. Og hann hlaut að finna til þess ,,að vandi fylgdi hér vegsemd“ og það því íremur, sem mælt er, að dýrir eiðar hafi verið því til fyrirstöðu, að hann tæki móti kórónu þeirri, er England rétti að honum. Það er eigi ljóst, hvernig þeim eiðum var háttað. Sagnaritarar frá Normandii segja, að Haraldur hafi unnið eið að því, að hann skyldi styrkja Vilhjálm her- toga í Normandíi til konungdóms á Englandi, og enskir rithöfundar bera eigi á móti því. Svo er sagt að Haraldur hafi eitt sinn farið skemtiför yfir til Frakklands, og hafi þá greifi einn, er þar réð fyrir á landi, tekið Harald höndunt og haft hann í varðhaldi; greifinn var lend- ur maður Vilhjálms. En erVilhjálm- ur frétti það, þröngvaði hann greif- anum til að láta Harald lausan. Var Haraldur um hríð með Vilhjálmi og átti góða daga, en þó var hann þar í eins konar varðhaldi og fékk eigi þaðan að fara fyr en hann hafði heit ið Vilhjálmi því og bundið það svar- dögum að hann skyldi eiga eina af dætrum Vilhjálms het toga, og þó var Haraldur eldri maður en Vil- hjálmur (Haraldur fæddur um 1021, en Vilhjálmur 1027 eða 1028). Það er og sumra manna sögn, að Har- aldur hali heitið Vilhjálmi því með svardögum, að efla hann til ríkis á Englandi að Játvarði dauðum. Það lýsir og hugsunarhætti þeirra tíma, er hinn normanski sagnaritari, Or- derikus Vitalis, segir frá, að Vil- hjálmur hafi safnað sanian ýmsum helgum dómum þar í landi og látið þá í skrín það er Haraldur vann eiðinn við. En er Haraldur hafði eiðinn unnið, sýndi Vilhjálmur hon- um hina helgu dóma, og sagði hon- um hversu dýran eið hann hafði svarið. En hvað sem er tilhæft í þessu eða eigi, þá virðist sem Har- aldur hafi fundið til þess, og það í meira lagi, að hann var eiðum bund- inn við Vilhjálm hertoga, enda þótt það væri nauðungar eiður. En lands- fólkið krafðist þess, að hann tæki við stjórn — og hann einn var til þess fær. Hann varð við óskum þjóðarinnar og tókst konungdóminn á hendur, en um leið gekkst hann undir ófrið gegn Haraldi Sigurðar- syni Norðmanna konungi og Vil- hjálmi Normandíu hertoga. Hinn fyrri lauk æfi sinni við Stanford- bridge 25. septembr. 1066; en þrem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.