Syrpa - 01.03.1912, Síða 28
154
SYRPA
beittu sér fyrir vagna, er á voru
bæöi vopn og víntunnur; fluttu menn
gnægð af víni meö sér, en alls eigi
matvæli; sumir reistu siglutré, sum-
ir leystu segl. Riddarar fluttu hesta
sína út á skipin og var þaö all-sein-
legt verk. Á skipunum voru alls
konar hljóöfæri og mátti heyra
hljóminn víðsvegar. Þegar alt var
tilbúið gekk Vilhjálmur hertogi til
klaustursins og þuldi þar hinar síð-
ustu bænir sínar og offraði sínum
síðustu gjöfum á gallverzkri lóð
áður hann vann England. Þegar
hertoginn gekk á skip var kveld
komið; eigi sást til tungls því að
loftið var skýað, og fyrir því bauð
hertoginn að kveikja skvldi á Ijós-
kerum á öllum skipum, eii á sinu
skipi hafði hann ljósker á siglutoppi
til þess að allur flotinn gæti haft
það fyrir augum, sem leiðarstjörnu;
skipin skyldu halda samflot og fylgja
sem næst á eftir hans skipi. Morg-
unin eftir um dægramótin var her-
togans skip komið svo langt á und-
an, að það var orðið eitt sér; lét
hertoginn kasta akkerum og beið
þess að flotinn kæmi. Nú sást land
fyrir stafni, og um dagmálaskeið
fimtudaginn 28. september niánaðar
(1066) steig Vilhjálmur hertogi fæti
sínum á England.
II.
Vilhjálmur hertogi tók þar land,
er Saxar höfðu fyrir mörgum öldum
barizt við Breta og Rómverja og
orðið þeim ærið þunghöggir. Vil-
hjálmur tók til starfa á Englandi
einmitt á þeim sama stað, sem mest
hafði verið að því unnið að gjöra
Bretland að Englandi. Floti Vil-
hjálms var kominn þar að landi,
austan til í Sussex,er höfði sá geng-
ur að sjó fram, er heitir B e a c h y
H e a d . Austan undir þeim höfða
er láglendi með sjó fram þangað til
liæðir þær taka við, er liggja fram
til sjávar hjá Hastings*). Milli
sjávarins og hæðanna, sem mynda
nokkurn hluta af hinum víðlenda
Anderída-skógi, liggur sléttlendi
mikið og ganga eftir því smá-ásar
ofan til sjávar. Á einum afþeim ás-
um við sjóinn reistu Rómverjar borg
þá, er Anderída hét, var þar áofan-
verðum ríkisárum þeirra allsterkur
kastali landinu til varnar. Þar var
þá höfn, og svo var enn á dögum
Vilhjálms hertoga, og gátu skip
legið fyrir akkerum inn undir hinum
fornu múrveggjum. Af þeim múr-
um sjást enn talsverðar menjar,
en enginn maður býr þar nú, eða
þar í nánd. í suðaustur horni hinn-
ar fornu borgar lét Róbert, bróðir
Vilhjálms, gjöra virki eitt og nefndi
P e v e n s e y, en það er nú fallið.
Þau tvö þorp Pevensey og Vestham
virðast eftir afstöðu sinni benda til,
að hinir þjóðversku nýbýlismenn
hafi viljað reisa bú annarstaðar en á
rústum Rómverja. Þegar Atiderida
leið undir lok höfðu þjóðverjar lagt
undir sig allau suðaustur hluta
Bretlands.
Hér var það nú, sem Vilhjálmur
hertogi kom að landi; fyrir manna
sjónum kom hann seni óvinur, en
í raun réttri sameinaði hann aftur
það, sem um tíma hafði verið sund-
urgreint.
Pevensey, hin forna Anderída,
þar sem Vilhjálmur tók land, var
ein af þeirn höfnuni sunnan á Eng-
landi sem Haraldur einkum hafði
*) Hastings er í Saxn. annálum nefnt
Hástingas, Hástingaport, en í vorum sög-
um Helsingjaport.