Syrpa - 01.03.1912, Side 31

Syrpa - 01.03.1912, Side 31
ORUSTAN VIÐ HASTINGS 157 hjálmur fékk fregnir af Haraldi frá manni einum búsettum á Englandi, en ættuöum af Normandíi. Sá maC- ur gaf Vilhjálmi þaö ráð, aö snúa sem fyrst heim aftur í ríki sitt,hann færi hinar mestu ófarir ef hann dveldist á Englandi, þaö væri of- ætlun fyrir hann að berjast við Har- ald, er nýbúinn væri að sigrast á fjandmönnum sínum; Tosti og Har- aldur harðráði væru fallnir, og nú segði sagan, aöEnglands konungur væri á leið suður eftir landi með 100 þúsundir vígðra manna; það væri óðs manns aeði að berjast við sigur- sælan her, er felt liefði Harald Sig- urðarson, hinn mesta herkonung á Norðurlöndum. Ef hertoginn, sem að undanförnu hefði farið gætilega, vildi eigi setja kyr í herbúðum sín- um, heldur hætta sér fram til orustu, mundi hann gjalda þunglega sinnar framhleypni. Heilræði það, sem nú var nefnt, sýnir, að maðurinn var velviljaður en með öllu ókunnugur Vilhjálmi hertoga. Hertoginn svaraði, að hann hefði eigi ætlað sér að fara er- indisleysu yfir sundið, að þó hann hefði eigi nema 10,000 manna, hvað þá 60,000, mundi hann eigi snúa aftur og halda heim til sín, hann ætlaði sér að hefna sín áfjandmanni sínum; í herbúðunum ætlaði hann sér eigi að sitja,heldur leggja til or- ustu við Harald hvað sem liðsmun liði. Hann þakkaði manninuin heil- ræðin, en lét hann á sér skilja, að hann hefði getað sparað sér þau. Hann kvaðst komi'nn til Englands til þess að vinna þar kórónu, og til liennar ætlaði hann að berjast,hvern- ig sem alt gengi. III. Haraldur konungur Guðinason sat að sigurveizlu norður í Jórvík er honum kom sú fregn, að Vil- hjálmur var kominn og herjaði land- ið. Báru allir eitt og hið sama: að sú hersaga væri sönn, og beiddu konunginn hjálpa sínum mönnum. Haraldur hafði, eins og kunnugt er eigi getað við snúist til landvarnar þá er Vilhjálmur kom, og nú var sú þraut fyrir höndum er þyngri var, að reka hann aftur úr landi eftir að hann hafði oáð þar fótfestu. Har- aldur hafði fyrir skömmu unnið sig- ur á útlendum óvinaher, nú stóð annar fyrir dyrum öllu geigvæn- legri; konungur lét þó eigi hugfall- ast; kvaddi hann menn sína til ráðstefnu og sagði þeim frá tíð- indum; en allir hétu honum sinni fylgd. Þá bauð konungur, að þeg- ar skyldi halda liðinu suður í land, ogjafnframt bauð hann út almenn- ingi af Englandi; dreif þá til hans mikið lið. Haraldur stefndi öllu liði sínu til Lundúna og kont þangað, að öllum líkindum, viku síðar en°Vilhjálmur lenti við Pevensey, og þótti vel á- fram haldið. Meðan Haraldur beið manna sinna í Lundúnum fór hann til kirkju hins helga kross, er harin hafði sjálfur látið reisa, og baðst þar fyrir og greiddi oflfur í hinsta sinni, en hét að láta meira af hendi rakna, ef guð gæfi sér sigur. Meðan Haraldur dvaldist í Lund- únum, kom til hans sendimaður frá Vilhjálmi með þau skilaboð,að hann, uppreistarmaðurinn, skyldi þegar leggja niður konungdóminn. Sendi- maður leiddi Haraldi fyrir sjónir þann rett, er Vilhjálmur hefði til konungdóms á Englandi, og tjáði

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.