Syrpa - 01.03.1912, Side 45

Syrpa - 01.03.1912, Side 45
Hvar er Jóhann Orth, konungborni flakkarinn? (Lauslega þýtt). RKIHERTOGI Jóhann Sajvador, er síðar bar nafnið Jóhann Orth, og var um lang-an tíma einkennilegasti æfintýramaður heimsins,hefir nú nýlega verið talinn af lífi. Fréttir þessar berast nýlega frá skrifstofu dómsmálastjórans í Vínarborg. Og ef prinsinn innan sex mánaða frá yfirlýsing þessari ekki rífur þögn sína, eða einhver kemur með gildar sannanir íyrir því, að hann sé lífs, verður eigunum sem virtar eru átta miljónir dollara, skift milli erfingja hans. Hér sjá- um vér nýjum hlekk bætt við þá viðburðakeðju, er gerir líf prinsins svo æfintýrafult, og vér rifjum upp fyrir oss sögu hans frá byrjun og fram að hvarfi hans fyrir tveim tug- um ára. En er þessi hlekkur hinn síðaiti? Er Jóhaun Orth dáinn? Er ekki síðasti þátturinn í þeirri riddara- sögu óþektur? Er líklegt að þeir hafi hitt naglan á höfuðið, sem telja eðlilegast, að ímynda sér, að her- toginn hafi kosið, að verba annar Robinson Crusoe, og hafi sezt að á óþektri eyju suður í höfum? Sú skoðun er ríkjandi við margarhirðir í Evrópu. Að ætla hann látinn styðst ekki við neina sönnun í þá átt, heldur vöntun á sönnun fyrir því, að hann sé enn á lífi. Tuttugu ár er langur tími, einkanlega á þess- um síðustu tímum þegar ritsíminn sambindur lönd öll og hraðskreið skip fara um öll höf og erfitt að fela sig um svo langt skeið, ekki síst er sá er glatast hefir,er af kóngs- ættum, og stjórn voldugs keisara- ríkis hefir iagt sig í framkróka með leitina. En mögulegt er það; og þeir sem bezt þekkjajohann Orth telja það meira að segja líklegt. Þeir sem svo hugsa hafa ekki gefiö upp allar vonir og minnast þess, að hann hafi oft gert ráð fyrir að fela sig. Það ætti líka hreint ekki illa við, að hann bindi þannig endahnút- inn á viðburðaríkan lífsferil. Þess meira, sem maður þekkir til hans, þess líklegra virðist, að jafn- vel ótrúlegustu tilgáturnar um lifn- aðarháttu Jóhanns, þessi síðustu tuttugu ár,séu þau sönnustu. Hann var vissulega maður æfintýragjarn og hafði óhug á öllu hversdagslegu, og hirðlífið var honum byrði. Hann var sonur ríkishöfðingja, tvímenn- ingur keisara eins, náfrænkur hans voru ein drotning og önnur gift keisara. Um fimm aldir höfðu for- feður hans löndum ráðið. Skáld var hann, söngfræðingur, fræði- maður og hermaður ágætur. Að öllu athuguðu, bezt.gefinn allra kon- ungborinna manna í Evrópu. Áunga aldri brosti framtíðin við honum. En ein eftir aðra lokuðust frægðar- brautir hans. Forlög hans urðu honum þung byrði. Hann þreyttist

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.