Syrpa - 01.03.1912, Side 48

Syrpa - 01.03.1912, Side 48
174 SYRPA atburðum annars heims er krón- prinsinn alt í einu kveikti á ljósun- um. í sömu andránni tók hertog'- inn vofuna höndum, stóö þar þá Bastien sjálfur, en lítiö um svip Radetzkys. Bastien flýði skólaus og hraöaöi för sinni úr Vín ásokka- leystunum. Krónprinsinn geymdi skóna til minja. En hertoginn ungi var ekki allur við glaum og gáska. Hann var metorðagjarn og framsóknarþrá hans óseðjandi. í hernum færðist hann stig af stigi og varðbrátt yfir- foringi í stórskotaliðinu. En honum var það hvergi nóg. Hann vildi koma til leiðar gagngjörðri breyt- ing á hernum, og leggja niðurgam- aldags heraga og reglur. Hann langaði einnig að tefla um kóngs- ríki Evrópu. Það var ekki lítið um að vera, er hann gaf út rit er hann kallaði: , ,TiI- lögur um breytingar á stórskotaliði Austurríkis“. Allir sáu að þar var hermanns hugur og vit á bak við, en stjórnfræðislegar skoðanir bæld- ingsins áttu ekki við höfðingja rík- isins. Hinn ungi hermaður hvatti til sambands milli Rússa og Aust- urríkismanna gegn vaxandi ágangi Þjóðverja. Taldi hann stríð milli Þýzkalands og Austurríkis óhjá- kvæmilegt innan fárra ára. Alls- staðar var rnikið um ritið talað og þótti Þjóðverjum að sér dróttað með ósanngiroi. Austurríkiskeisara gramdist framhleypni frænda síns. Var hann höndum tekinn, en síðar settur á lægri sess í fótgönguliðinu, en riddarahersveit hans fengin öðr- um í hendur. Hann var þó frænda sínum, keisaranum enn kærogfékk völd mikil og virðingar í herdeild þeirri er send var inn á Bosníu er stríðið milli Rússa og Tyrkja stóð yfir. En mótspyrna gegn Jóhanni var þá að eins í byrjun. Gömlum og gráhærðum herforingjum þótti hann framgjarn um of. Var það Albrecht erkihertogi Custozza, hetja og yfir- herforingi Austurríkis.er einkanlega sýndi honum hatur og fyrirlitning. Fylgdu aðrir öldungar hersins Al- brecht að málum. ,,Eg varð ekki herniaður til þess eins, að bera sverð við hlið“. Var haft eftir Jóhanni. ,,Eða til að sýna mig í fögrum búningi í föruneyti keisarans við heræfingar. Eg vil finna til þess, að eg vinni fyrir for- ingja launum er eg fæ. Það er lítið í það varið að vera skrautklæddur letimagi“. — Mótbárur hans komu að litlu haldi. Jafnaði hann nú á óvinum sínum, er hann tók að flytja ræður fyrir hermannasamkundunni í Vínarborg. „Æfingar og upp- fræðsla“ kallaðist tala hans ein sem mikið var um talað í hernum. Var hann í það sinn opinskárri en að vanda og kvað herinn í engu standi ef til stríðs kæmi. Ekki hafði talan þó önnur áhrif en þau að auka álit hans sem herkæns manns, en jafn- framt auka óvild yfirmanna hans. Dró að því að staða hans í hernurg var af honum tekin. Nú var ekki í gott efni komið, því litlar tekjur hafði hann áður, aðrar en mála sinn. Krónprinsinn kom þó því samt til leiðar að Jóhann hertogi fékk stöðu við erlenda hirð. Þegar allar umbótatilraunir heima fyrir reyndust árangurslausar leit- aði hann inn á önnur starfssvið. Um þessar mundir var Bulgaria að koma sér á laggirnar, sem sjálf- stætt ríki, og sneri hann athygli

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.