Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 49

Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 49
HVAR ER JÓHANN ORTH? 175 sinni í þá átt. Talað var um aö gera hann aö konungi og heföi af því orðið ef hann hefði æskt þess. Vildi hann heldur vinna fööurlandi sínu og lagði hann til að Ferdinand prins frá Coburg yröi boöið að taka við stjórn Bulgaríu. Varð það eink- um fyrir áeggjanir Jóhanns að Co- burg prinsinn tók við konungdæmi. Gat nú hertoginn, sem heimafyrir var lítilsvirtur, talið sig ráða kon- ungsstóli annars ríkis. Honum hafði þó verið betra að láta utanríkismál hlutlaus, eða taka sjálfur krýningu ella. Jafnvel keis- arinn sjálfur snerist andvígur móti honum. ,,Drengur þessierof framgjarn“, sagði Francis Joseph, gremjulega. , ,Hann ætti að kunna sér hóf. “ Allir snerust öndverðir, jafnvcl bezti vinur hans, ríkiserfingi Rudolph. Þótti Jóhanni þetta hart aðgöngu og fanst loku skotið fyrir frægðar- brautir allar'. Kvartaði hann oft um að æfi sin við hirðina væri lítt við sitt hæfi og æskilegt væri að snúa baki við hirðdýrð og leyfa ekki ætt- erni sínu að hindra sig fráaðstarfa, sem manni með gáfum og viljaþreki sæmdi. III. KAFLl. Jóhann Orth, hertoginn í dul- argerfi. Maður er nefndur Emil Stubel var hann smákaupmaður í úthverfi Vín- arborgar, og átti dætur þrjár for- kunnar fagrar,er voru yndi og eftir- læti augna hans. Þó þær væru af almúgaættum, bar snemma á fyrir- taks gáfum hjá þeim. Lögðu allar fyrir sig leikment. Elzta dóttirin, María, giftist þó brátt. Önnur dótt- irin, Lori, varð fræg söngkona og ferðaðist víða um Evrópu og Vest- urheim, en yngsta dóttirin, Lud- milla, dvaldi í heimahúsum. Eitt sinn er Lori kom heim frá Vesturheimi stofnaði faðir hennar til skógargildis. Systurnar voru þar allar ásamt öðrum. Er gleðin stóð sem hæst bar þar að ókendan mann í veiðimannabúningi, með kúlubyssu í hönd. Hann brosti hýrt við meyjunum fögru, dætrum Stubels og mælti: ,,Ljúffengir virðast réttir þessir matþurfa manni“. ,,Yður er margvelkomið að neyta verðar með okkur“, sagði herra Stubel.er var maður gestrisinn og fé- lagslyndur. Eftir skamma stund var gestur- inn orðinn skrafhreifinn og málkunn- ingi fólksins. ,,Eg er námsmaður viðháskólann og geng stundum hingað á skóginn á veiðar“, sagði gesturinn. ,,Nafn mitt er Jóhann Orth. Stubel féll vel við hinn unga mann og duldist ekki að hann rendi hýru auga til vngstu dótturinnar. Virtist hann ástfanginn við fyrstu fundi og áður en haldið var heimleiðis var gestur þess orðinn vísari.hvar Stubel fjölskyldan átti heirna og hafði leyfi til að heimsækja hana. ,,Þar sáum við álitlegt manns efni handa þér, Ludmilla“, sagði faðir hennar á heimleiðinni. ,,Eg hefi fáa menn séð gjörfulegri. Eg skil tæpast í að hann sé fátækur náms- maður, eins og hann þykist vera. Hann ber ofmikinn tignarbrag til þess“. „Hvaða fjas!“ sagði stúlkan. ,,Eg sé hann líkast til aldrei franiar. Eg skil tæpast hann geri alvöru úr því að heimsækja okkur. Annaö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.