Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 51

Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 51
HVAR ER JÓHANN ORTH? 177 heimsækja ástmey sína. Mætti hún honum grátbólg'in og sorgbitin. „Eg vil ekki aö þér lieim- sækið mig oftar“, sagöi hún við hann. ,,Viö vitum hver þér eruð. Foreldrar mínir telja að böl eitt, og óhamingja hljóti að leiða af því fyrir mann í yðar stöðu að hafa nokkuð saman við okkur að sælda“. Nú var úr vöndu að ráða fyrir hertogann. Sá hann sjálfur tæpast veg út úr vandræðunum. Um lang- an tíma hafði hann þó hugsað al- varlega um nokkuð, er honum hafði oft lcomið til hugar áður. Altaf síðan hann hafði átt víð mótbyr að stríða í hernum hafði æfintýraþrá hans fengið sterkara og sterkara vald yfir honum. Hann langaði til að skilja við sig áhyggjur og skyldur þær er eign lians fylgdu,brjóta hlekki hefðarinnar og leggja út í heiminn titilslaus og tignar og leita æfintýra eins og kongssynirnir, sem hann hafði lesið um á unga aldri. Hann elskaði kaupmannsdátturina af öllu hjarta, og gat ekki sætt sig við að rjúfa trygð við hana. Hann bað hana því að hafa biðlund, trevsta sér og trúa því að alt fengi far- sælan enda. Hann skyldi giftast henni um síðir, þrátt fyrir alla örðug- leika á vegi þeirra. Ludmilla tók aftur gleði sína og bar fult traust til ástvinar síns, þrátt fyrir hrakspár foreldra sinna. Svo er ástaræfintýr erkihertogans og kaupmannsdótturinnar sagt þann dag í dag meðal alþýðumanna í Vínarborg. Vera má að einhverju sé viðbætt, því Austurríkismenn hafa vaxandi ímyndunarafl. En hvað sem þvi líður hann unni Lud- millu og minst gerir þá til, þó liver kynslóðin af annari bæti við smá- atriðum til uppfyllingar. Um þessar rnundir bar tvent við er hafði stór áhrif á framtíð hertog- ans. Vinurhans og frændi, ríkis- erfingi Rudolph,fanst myrtur íMey- erling. Hitt hefir verið nefnt hér að framan,að hann komst í ónáð hjá keisara og tapaði stöðu sinni í hern- umr Lífið fanst honum nú lítt glæsi- legt. Að halda í haf og leita frama í fjarlægum löndum, og giftast kon- unni, er hann unni, virtist fegri framtíð en hýrast við hirðina. III. KAFLI. Tign fleygt um borð. Keisarinn hélt fyrst að frændi sinn væri ekki með öllu rfiði er hann kvaðst vilja leggja niður stöðu og tign. En brátt sá hann, að hér var alvara á ferðum. ,,Þér megið ekki gleyma skyld- um yðar við föðurlandið“, sagði keisarinn. ,,Eg hefi unniö af samvizkusemi fyrir föðurland mitt“, svaraði her- toginn“. ,,Og hlotið óþökk eina fyrir og lítilsvirðing. Eg get ekki búið við þá hlekki er á fnér hvíla. Þér og aðrir viljið að eg ekki sé annað en djásn hér við hirðina. Eg þvkist eiga rétt á að starfa. En eg skal aldrei gleyma föðurlandi mínu og ef til ófriðar stefnir mun eg leita heim og þjónaþví,sem óbreytt- ur liðs maður“. Um síðir lét keisarinn tilleiðast. Erkihertogi Jóhann Salvador varð nú að eins Jóhann Orth, ótiginn landsmaður. Það nafn höfðu verk hans borið. Höll hans var lokað og dýrgripum hans lcomið í geymslu í banka einum. Hann kvaðst hefja æfiferil þar, sem gimsteinar kæmu að litlufhaldi. Mestum fasteignum 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.