Syrpa - 01.03.1912, Page 52

Syrpa - 01.03.1912, Page 52
178 SYRPA sínum kom hann í peninga. Að þessu loknu voru þau Ludmilla gef- in saman og foreldrar hennar þurftu ekki lengur a8 gruna hann um græsku. ,,Eg trúöi Jóhanni þegar hann fullvissaði mig um aö alt færi vel að lokum“, sagöi brúðurin með gleðibragði. Það var ekki lítið um að vera við hirðina, er kvonfang Jóhanns varð hljóðbært og það að hann hefði af- salað sér tignarnafni sínu. Slik tíðindi höfðu ekki gerst um fleiri aldir. Jóhann Orth og brúður hans héldu til Lundúna. Leigði hann þar skip eitt, Santa Margherita, og kvaðst mundi leita til Suður-Ameríku. Þó fyrverandi hertoginn hefði ftður siglt sínu eigin skipi og væri sjómaður reyndur, setti hann Sodick kaptein yfir skipið og kaus sér lægri stöðu, til að ná betra kynni af hásetunum. Vera má að Jóhann hafi stundum séð eftir að hafa breytt svo um stöðu, en engin merki þess sáust þó á ferðinni vestur um höf. Var hann hrókur alls fagnaðar og undi frelsi sínu mæta vel. Hann tók sér stöðu sem annar stýrimaður og á svo smáu fari, v'oru kjör hans næst- um þau sömu og hásetanna, enda vildi hann svo vera láta og tók þátt í öllum nauðsynlegum störfum. Starfið var oft strangt, en það átti betur við skap hans en hirðlílið. Enginn á skútunni vissi um ætt- erni hans nema skipherra og bauð Jóhann honum að láta þess að engu getið. Þó fanst hásetum ofí að framkoma hans bera vott um tign- ari stöðu en sjómanns. En hann var félagslyndastur þeirra allra og ræðnastur. Hafði víst kunningjum hans við hirðina þótt nóg um að sjá hann sitjandi mitt meðal þeirra segj- andi sögur og æfintýr. Þó Jóhann skemti félögutn sínum stundum sam- an með frásögum og skrítlum, lá þó merkilegasta sagan,sem hannkunni frá að segja í þagnargildi. Flótti foreldra hans frá Pitti-höll undan her Napóleons, er þeysti suður um Alpafjöll og ógnaði ríki föður hans; munaðar og nautnalíf hans sjálfs við hirð Austurríkis, völd hans í hern- um og þátttaka hans í Stofnun kon- ungsríkis. Hann mintist aldrei á fyrverandi æfi sína. Grunaði víst félaga hans lítið að hann,sem skemti þeim.með sögum og söngvum, væri konungborinn og áður velkominn gestur við allar hirðir Evrópu. Það bar við einn dag, að skip- verjar sáu reyk við hafsbrún og kom skipið brátt í augsýn. í sjónauka sínum sá skipstjóri að þar fór her- skip og stýrði beint til þeirra. Sjón þessi vakti athygli annars stýri- manns. Hann bað konu sína að koma upp á þilfar og horfðu bæði með athygli á hið aðsvífandi herskip. Aftur og aftur spurði hann skipstjóra hvort hann ekki sæi hvaða fána skipið bæri. Um síðir vendi skipið snögglega og í sömu andránni sást glöggt að þar blakti fáni Austur- ríkis. Samstundis lyfti annar stýri- maður liatti sínum og heilsaði her- skipinu með margföldu fagnaðarópi, er það brunaði hjá, vart meir en steinsnar í burtu. Austurríkis sjó- mennirnir tóku kveðju hans,en hann stóð og veifaði hatti sínum í ákafa unz skipið var orðið sem smábátur á ölduhryggjunum. Þegar kona hans og skipstjórinn sneru sér að honum litlu síðar,voru augu hans tárvot og hann titraði af geðshræring.

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.