Syrpa - 01.03.1912, Síða 58

Syrpa - 01.03.1912, Síða 58
184 SYRPA a8 koma peningar í fargjaldiö? Hann gat ekki hjálpað mér. Hann átti fyrir konu og börnum að sjá á Eng- landi og sjálfum sér í Canada, og hrykki til meira, þá lagði hann af- ganginn fyrir til þess aö draga sam- an í far handa fjölskyldu sinni. En þótt honum væri þetta full- kunnugt, að eg væri öreiga og að hann gæti ekki að staðið, þá lét hann samt einlægt sömu dæluna ganga í bréfum sínum, að eg skyldi koma vestur. ,, Steldu peningum“, skrifaði hann mér, ef þú getur eklci komist yfir þá með heiðarlegu móti, eða stelstu með skipi, en beröu þig að komast vestur hvað sem tautar“. Stelast með skipi! Það var eins og kveikt væri ljós í huga mér, og aö mér hvíslaði: ,,já, hví ekki gera það? Það er hægðarleikur“; og upp frá því var það efst í huga mér. Eg velti því fyrir mér kvöld og morgna og miðjan dag. Eg var kunnugur framreizlumönn- um nokkrum á skipum. Eg leitaöi þá uppi og lét þá segja mér tilhög- un og háttu alla á skipunum. Mig óraöi í að hægt mundi vera að stel- ast meö skipi með öðru móti en gamla laginu: að fela sig; og þang- að til spurði eg kunningja mína spjörunum úr, að eg loksins þóttist sjá, að takast mætti að komast með skipi ef eg hefði nógu mikið áræöi og nógu mikinn kjark og gæti látið eins og um ekkert væri að vera. Eitthvað varð til bragös að taka. Konan og börnin voru bjargarlaus, og eg örkola vonar. Eg sneri mér fyrst að því að leita upp skipið sem eg stælist með. Það var nú ekki mikill vandi í öðrum eins bæ og Liverpool er. Eg frétti eftir skipa- ferðum og varð þess brátt áskynja, að skipið Kensington legði af stað til Montreal innan tveggja daga. Þangað var einmitt minni ferö heit- ið. Eg fór út á skipið meðan það lá í kví til að kynna mér það. Eng- ins amaðist við mér á skipinu, svo eg fór ofan á milliþiljur og skoðað- ist þar um og frétti að hvenær skip- ið færi, bæöi degi og stund. Þar- næst var að vita, hvernig eg ætti að koma tólakistu minni út á skipið, svo ekki vekti grun. Eg gekk aft- ur í land af skipinu og upp undir vöruskygnið við kvína og var að velta því fyrir mér. Eg vildi hafa kistuna með mér, ef þess væri nokkur kostur, en væri þaö ekki hægt, þá ætlaði eg aö fara án henn- ar. Stakkur mikill af farangri stóð undir skygninu, sem eg var í, hon- um var hlaðið upp öðrumegin í skygninu. Þar stóð maður hjá og var að festa númer við farangur ný tekinn af vagni. Eg gekk til manns- ins og spurði hann hvort farangur sá færi allur með Kensington til Montreal. Hann játti því, nema farangur þriðja flokksyrði tekinn úr skipi í Quebec, sagði hann. Eg sá mér hér óðar leik á borði: Að fara með kistuna á handvagni ofan þangað og skáka henni í hlaö- ann. Það var lafhægt. Ef einhver yrði var viö mig, þá gæti eg sagt að það væri farangur, sem farþegi heföi borgað mér fyrir að koma þangað fyrir sig. Eg réð af að hafa þetta ráð undir eins og mér datt það í hug og vék mér við til að fara burt, í sama bili flögraði pappírsmiði aö fótum mér úr far- angri sem maður var aö ferma af flutningsvagni. Eg laut niður og tók hann upp. Það var farang-

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.