Syrpa - 01.03.1912, Side 60
186
SYRPA
að láta auðnu ráða með hverju móti
eg1 kæmist út á skipið. Loksins
kom það, en mér var ekki liðið að
vera innan grindanna, sem girða
milli farþegja og fólks þeirra og
mannfjöldans hinsvegar, sem þyrp-
ist að og horfir á þegar skip leggur
að. Þegar skipið kom að, skálm-
uðu lögregluþjónar nokkrir af stað
með fram öðrum grindunum og
ráku alla á undan • sér út fyrir
hinar nema þá sem farbréf höfðu eða
aðgönguspjöld. Eg reyndi hvað
eftir annað til að smjúga hjá þeim.en
þer tóku einlægt eftir því og skip-
uðu mér að kreika á undan sér.
Mér lá við að brynna músum, svo
var eg sár yfir að vera vísað burt
og ekkert viðlit, það eg gat séð, að
komast nálægt skipinu, hvað þá
heldur umborð. Lögreglan geymdi
alla vegu að skipinu og sá var einn
til að sýna farbréf eða aðgöngumiða
ef komast vildi umborð.
Eg áttti hvorugt til og alt útlit á
að úti væri um allar mínar vonir að
stelast með skipinu. Eg hvarf frá
við svobúið og blés mæðilega. Mér
var ekki lánið léð, og eg varð
að hafa það svobúið. Eg gekk upp
bryggjupallinn og ætlaði heim. Eg
var kominn eina þrjú hundruð
faðma upp frá grindunum, þá sé eg
hvar herramaður einn gildur fer og
bertösku mikla og bogaði af honum
svitinn. Eg tók eftir áð taskan
hans var merkt með samskonar
miða og eg hafði fest á kistuna mína,
og mér flaug eins og elding ráð í
hug til að komast umborð.
Eg skálmaði upp til mannsins og
bauð honum að bera töskuna fyrir
hann. Hann vildi ekki þiggja það.
,,Lofið mér að bera hana fyrir yð-
ur“, sagði eg og sleit töskuna nærri
því úr hendi hans, ,,eg skal bera
hána fyrir ekki neitt. Eg þarf að
komast umborð til að kveðja kunn-
ingja niinn, en eg get ekki komizt,
af því eg hefi ekki aðgöngumiða. “
,,Jæja, þá“, sagði hann, ,,en eg
borga þér ekkert fyrir það, og gáttu
á undan mér, svo eg geti haft auga
með þér“.
Eg hefði geta.ð brugðið á leik,svo
var eg feginn. Eg skaut töskunni
upp á öxl mér og gekk á undan
öldungnum. Hann sýndi farbréf
sitt við grindurnar og svo gengum
við báðir inn fyrir. Á skipsbryggj-
unni vildu einir tveir þjónar taka
við töskunni af mér, en eg lét hana
ekki lausa við þá. Eg ætlaði mér
að komast um borð með henni og
umborð fór eg. Eg skákaði tösk-
unni niður við salsdyrnar, og tók
svo stjórann ofan á þilfar og þar
ráfaði eg um milli milliþiljafarþegja.
Eg forðaðist að fara ofan milli þilja,
að ekki bæri svo við að einhver
þjónanna færi að rekast í farbréfi
við mig.
Þegar tími var tilkominn, var
skipsbryggjunni skotið af, kaðlar
leystir og skipið sveif út á miðja á,
vendi og stefndi síðan út úr höfn-
inni.
Mér var létt um öndina, þegar
skipið var komið á fulla ferð til rúm-
sævar, því úr því vissi eg, að ekki
þurfti að kvíða að eg yrði uppvís
fyrst um sinn.
Eg ætlaði mérað látast veraþjóð-
verji á leiðinni, af því eg hafði ver-
ið skipssmiður á þýzku skipi árlangt
og talaði þýzku reiprennandi. Fyrir
því hafði eg augun með mér til að
vita hvar útlendingarnir væru bás-
aðir, og var þess skjótt vís að þeir
vóru allir hafðir í herbergjum 1. og