Syrpa - 01.03.1912, Qupperneq 61

Syrpa - 01.03.1912, Qupperneq 61
í SÝN OG ÞÓ FALINN SÝN 187 2. á milliþiljum. Eg- rannsakaði bæði herbergin og fann að nokkur rúmstæði voru auð í nr. 1 og réð af að taka mér beykistöð í því á leið- inni. Svo einsetti eg mér að leggja niður enskuna, þangað til eg kæmi til Canada, ef mér yrði þess nokkru sinni auðið. Skipið lagði við, þegar kom að vitaskipinu og hafsögumannsbíitur- inn kom eftir hafnsögumanni okkar. Hann var að klífa ofun í bátinn sinn, þá er einn af vélarmeisturunum kom upp neðan úr lest. Hann hafði mannræfil í eftirdragi og liélt í hálsmálið á jakka hans og dró hann að kaðalsstiganum, sem hékk út yfir borðstokkinn, og lét hann klífa ofan stiganneftirhafsögumanninum. Það þarf ekki frá því að segja. Hann var, vitaskuld, feiufarþegi eftir gamla laginu. Eg kenndi í brjóst um aumingjann. Hann var allur kolugur upp fyrir haus, garm- arnir á honum gaulrifnir og sjálfur hann líkastur því að hann hefði ekki bragðað mat í marga mánuði. Afdrifir. hans gerðu mig hugsa um hve lengi mig mundi reka undan. Á milliþiljum var hringt til kveld- verðarlitlueftiraðhafnsögumaðurinn skildist við okkur, og farþegartóku til að tínast ofan. Eg fór ofan í Nr. i.meðútlendingumsemþar voru bás- aðir, en hélt mig aftarlega í hópn- um og beið við þar til þeir höfðu tekið sæti, til að vita hvort þeim væri vísað lil sætis fyrir ferðina. En það var ekki, þeir skákuðu sér niður hvar sem hverjum sýndist, og þá tók eg mér sæti sem autt var. Framreizlumennirnir báru fram fyrir oss matinn og spurðu ekkert eftir því livort við kærðum okkur um réttinn eða ekki. Eg býst við að þeir hafi haldið að það væri ekki til neins, því þeir ímynduðu sér að við værum allir útlenzkir og gætum ekki talað ensku. Eg gerði matnum góð skil. Það var fyrsta máltíðin aiminnilega,sem eg hafði fengið í marga rnánuði. Eina meinið var tilhugsunin um kon- una mína og bæði börnin: líklega hefðu þau nú ekki nema þurra brauðskorpu í kveldverð og kaldan vatnssopa. Bitarnir snerust í hálsi mér við þá tilhugsun. En eg varð að harka það af mér, Og lofaði mér því, að þau skyldu ekki skorta, ef eg kæmist klakklaust yfir um. Hitt vissi eg líka,' að konan og börnin bæðu fyrir mér á hverju kvöldi, að mér mætti auðnast að komast ferðar minnar og verða ekki handsamaður og gerður afturreka. Að loknum kveldverði fórum viðaft- ur upp á þiljur. Nú rak að því fyrir mér að vita hvaða rúm mér væri óhætt að taka til að sofa í. Eg þorði ekki að taka mér rúm, fyr en allir lögmætir far- þegar voru háttaðir, því vís voru böndin að berast að mér, ef eg lenti á rúmi, sem einhverjum þeirra var ætlað. Eg fór ofan, þegar á kvöldið leið og settist við eitt af borðunum. Borðin stóðu eftir miðjum þiljum en svefnklefarnir til beggja handa með fram súðinni. Svefnklefarnir voru einir sex ahs ogein þrjátíu rúmstæði í hverjum þeirra. 1 einum klefanum sá eg æðimörg auð rúmstæði, og þar ætlaði egmér að láta fyrirberast. Eg ætlaði að fara þar inn, þegar allir væru hátt- aðir og slá eign minni á rúmfatnað,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.