Syrpa - 01.03.1912, Qupperneq 62
188
SYRPA
dýnu og brekan, ef eg fyndi þaö þar
fyrir.
Æðimargir farþegar sátu viöborö-
in og töluöu saman á tungu,sem eg
skildi ekki. Tveir af þeim, tók eg
eftir, lSgu meö hausinn fram áborö-
ið og virtust ölvaðir. Um klukkan
tíu komu þjónar tveir ofan til okkar
og sögöu farþegjum aö fara aö taka
á sig náðir. Peir stóöu upp og
gengu til rúma sinna allir nema
ölvuöu farþegarnir tveir. Þjónarnir
tóku í axlir þeim og hristu þá til og
spurðu, hvaða rúm þeir heföu, en
þeir gátu ekki fengiö neitt af viti út
úr þeim.
,, Hvar eru farbréfin ykkar?“sagði
annar þjónanna, en mennirnir voru
ofdrukknir til aö svara.
,,Fleygjum þeim þarna inn í auðu
rúmin“, sagði hinn þjónninn, ,,viö
getum ekki veriö aö stjana viö þá í
alla nótt“. Þeir gripu síöan undir
handarkrikana á þeim og drösluöu
þeim inn í klefann, sem eg ætlaði
að vera í.
Þá var mér boðið að ganga til
hvílu, en drukknu mennirnir voru
búnir aö kenna mér ráðiö. Eg lézt
vera drukkinn þegar þjónarnir yrtu
á mig og ansaði spurningum þeirra
öngu nema með kokhrynum. Þeir
gerðu mér sömu skil oghinum.báru
mig inn í klefann og lögðu mig upp
í rúm,meira að segja rúm sem bæði
var dýna og brekan í.
Eg var feginn að taka á mig náð-
ir, því eg var dauðþreyttur. Egvar
búinn að vera á ferli allan daginn
og orðinn örmagna af geðsóróa og
kvíðanum, sem eg hafði átt í um
dagitin. Eg hagræddi mér því hið
bezta eg gat, þegar þjónarnir voru
farnir, dró brekaniö yfir mig og
sofnaöi væran.
Klukkan sjö var eg vakinn með
öðrum farþegjum og hálf átta borð-
uðum við morgunverð. Eg fór meö
gát aö matboröinu, en þaö var 6-
þarfi, framreizlumennirnir héldu mig
vera farþegja og veittu mér beina
alveg eins og þeim.
Meðan viö sátum aö mat, heyrði
eg annan framreizlumanninn segja
hinum, að yfirbrytinn hefði sagt sér
að hraöa verkum þenna morgunn,
því hann ætlaöi að heimta inn far-
bréfin klukkan tíu.
Þetta var nú einmitt það sem mér
lá á að vita. Lánið lék sannarlega
við mig. Því þá þurfti eg að vera
kominn úr veginum. Þaö vissi eg,
aö ef eg gæti falizt einhverstaðar
meðan heimtuð væri inn farbréfin,
þá væri mér við engu hætt, þangaö
til kæmi til Canada.
Eg þekkti út í hörgul háttu alla
um borð á skipunum,eins og eg hefi
áður sagt, og vissi aö farbréfin voru
heimt inn daginn eftir að skipið
legði af stað, en eg vissi ekki.hvaöa
tíma dags þaö væri gert. Nú vissi
eg það og þaö gerði alt auöveldara
fyrir mér.
Áform mitt var að komast upp á
háþiljur hið bráðasta eftir máltíðina
og vera þar uppi og láta sem eg
væri káetufari, þangaö til búið væri
að innheimta farbréfin á, milliþilj-
um. Þá ætlaði eg aftur ofan.
Ekki vissi eg hvenær farbréf væru
tekin af káetufarþegjum, en eg var
viss um aö þaö væri ekki gert á
báöum stööum í senn og því þóttist
eg vita að mér mundi all vel borgið
að fara upp á háþiljur.ef mér tækist
að komast þangað svo aö ekki yröi
tekið eftir. En þaö var enginn
hægðarleikur við þaö að eiga, því
hásetar voru settir á vörð viö allar