Syrpa - 01.03.1912, Síða 63
í SÝN OG FALINN SÝN
189
uppgöngur aS háþiljum til þess að
geyma þess að milliþiljafarþegar
færu ekki upp þangað. Samt var
enginn annar kostur til en reyna að
komast upp þangað og það ætlaði eg
mér að vera búinn að fyrir tíu. Eg
ætlaði ekki að láta þá taka mig nú,
fyrst mig hafði rekið undan alt til
þessa.
Að lokinni máltíð gekk eg upp á
þilfarið og var á rölti þar neðan við
uppgöngurnar til háþiljanna að fram-
anverðu. Þar var stigi sinn hvoru
megin í skipinu. Fyrir annan þeirra
var brugðið kaðli grönnum milli
handriðanna, en hins geymdi háseti
einn.
Eg sat um hann til að vita hvort
hann viki sérsvo frá,að eg gæti laum-
ast upp stigann, eða sneri við bak-
inu svo að eg gæti skotizt hjá hon-
um. En hvorugt var hægt. Hann
gekk einlægt fram og aftur og gaf
mér ekki færi til þess. Ekki þurfti
að saka hann um ótrúmensku á
verðinum. Eg sat um hann í hálf-
an tíma og réð þá af að láta sem
um ekkert væri að vera og ganga
snúðugt upp stigann og hjáhonum,
skéð gat, að liann héldi að eg væri
káetufarþegi. Tíminn var á förurn
og þjónarnir gátu komið á hvaða
stund sem var til að smala mönnum
ofan til að skila farbréfunum af sér.
Eg gekk hiklaust upp stigann og
fram hjá varðmanninum, eins sak-
leysislega og eg gat, en mér brást
bogalistin. Hann þreif í handlegg
mér og sagði mér að fara ofan aft-
ur. Eg lét sem eg skyldi hann ekki
og fór að buldra við hann á þýsku,
en það stoðaði ekki neitt. Hann
tók aftan í bakið á mér og færði
mig hægt og gætilega að stiganum
og ýtti mér ofan hann.
Þá tók eg það til bragðs að skríða
upp hinn stigann. Eg fann að eg
gat smogið milli kaðalbragðanna og
reyndi til þess, en hásetinn tók eftir
því,einmitt þegar eg var að smokka
mér upp milli bragðanna á þilfars-
nöfinni. Hann hljóp til, þreif í
haus mér og kýtti mér ofan í stig-
ann og sagði mér á hreinni ensku,
með nokkrum sjómannakjarnyrðum
innan um, að hann skyldi jafna
um ónefndan part á brókum mínum,
ef hann næði aftur í mig vera að
reyna að komast upp á salsþiljur.
Eg losaði mig úr stigakaðlinum og
skreiddist ofan aftur og hraðaði mér
úr augsýn varðmannsins, til þess
að vekja ekki grun hjá honum.
Eg tók nú stjórann aftur eftir
skipinu og fór göngin undir yfir-
byggingunni til þess að reyna við
háþiljurnar að aftanverðu. Tíminn
leið óðum og mér gerðist nú órótt.
Á aftanverðum háþiljum st'óðu
tvær gufuvindur og inn á rnilli þeirra
stóð reykingarsalur káettunnar.
Tveir mjóir stigar lóðréttir lágu upp
að vindum þessum. Etiginngeymdi
þessara stiga, en háseti einn var á
gangi fram og aftur örskamt frá
vindunum. Það var umsjónarmað-
urinn á háþiljunum, fékk eg seinna
að vita. Ekki var annað fyrir hendi
en freista hamingunnar við annan-
hvorn stigann. Hásetinn var stjórn-
borðamegin, því sneri eg mér að
stiganum bakborðamegin. Eg svip-
aðist um til að sjá hvort nokkur
veitti mér eftirtekt og gaut ivo
augum upp til hásetans og sá að
hann sneri bakinu við mér og í sama
vetfangi þaut eg upp stigann og
kleifupp áþiljurnarbakvið vinduna.
Nú var ekki nema tréslá ein milli
mín og salsþilfarsins og yfir hana