Syrpa - 01.03.1912, Page 65

Syrpa - 01.03.1912, Page 65
í SÝN OG ÞÓ FALINN SÝN 191 honurfi fer. Efj varö að sjá til þess að ekki kæmi til þess að eg þyrfti að ganga fram hjá lækninum og sá nú ekki annan kost vænni en fara í felur, þar til kæmi til Quebec, og ganga svo í land, þegar allir far- þegar væru farnir af skipi og alt orðið hljótt aftur og allir innfiutn- ings-valdsmenn farnir burt. Á skutþiljapallinum stóðu fjórir björgunarbátar á stokkum. Eg kleif upp þangað, leysti segldúkinn ofan af einum bátnum og skreið inn í hann og lagði svo seglið afur fyrir. Eg sat um tvær stundir í felum þessum, áður en skipið kom til Que- bec, lét síðan líða enn eina stund til og lyfti þá dúknum frá og gægðist út. Milliþiljafarþegar voru allir farnir í land og öngvir verðir eða valdsmenn af meinu tæji við land- göngubrúna. Nokktir menn voru í önnum að afferma, og einn eða tvo sjómenn sá eg á þilfarinu, aðrir voru þar ekki, sem gætu þótt eg vera grunsanuir. Eg smaug út úr bátnum, kleif niður á þilfarið og gekk rakleiðis í land. Enginn mað- ur skifti sér af því. Eg gekk upp skygnin með fram skipakvínni og kom þar að sem ver- ið var að ferma gufuskip mikið furu- plönkum og borðum. Það var á helgi og leit út að lægi á og þeir væru liðsþurfa. Eg gekk því til þess, sem eg þóttist sjá áð væri fyrir verkinu og spurði hann hvort hann þyrfti manns við. Mér datt ekki í hug að eg yrði tekinn í vinnu en mér þótti engu niður steypt þó eg reyndi það, og óvart kom mér það, að verkstjórinn sagði mér að fara úr sloppnum og ganga í vinn- una. Eg vann það sem eftir var dags og alla nóttina og framan af mánu- degi. Við lukum við að ferma skip- ið um klukkann tíu um morguninn og fór eg þá á vit við launin og fann að eg hafði unnið mér inn nærri fimrn dollara, miklu meira en eg hafði gert mér í hugarlund og meira en nóg til að borga járnbraut- arfarið til Montrcal. Þegar til Monireal kom, leitaði eg upp bróðir minn. Hann varð meira enn forviða að sjá mig þang- að kominn, enn eg var allur með hugann við hitt, hvernig eg ætti að nálgast kistuna mína. Það var nú auðveldasti hlutinn af öllu saman. Bróðir minn fór beina leið ofan að kvínni, sem Kensington lá í og spurði eftir hvort kistan hefði kom- ið. Það var farið með hann þang- að sem farangurinn var geymdur, og þar fann hann kistuna. Hann leiddi sig að kistunni og svo var honum leyft að fara með hana. Eg fór að vinna með bróðir mín- um tveimur dögum síðar og mig hefir ekki til þessa dags iðrað að eg stalst vestur til Canada með Kens- ington. Lánið hefir fylgt mér frá þeim degi að eg fór frá Liverpool- bryggjunni og siðan hefir mig ekki skort neitt. En ekki veit eg hvað orðið hefði um mig, konu og börn- in tvö, ef eg hefði setið kyrrí Liver- pool. Oft er mér það í huga. Stálpennar. Það er ekki meir en 100 ár síðan farið varaðbúa til stálpenna. Fyrst var skapt og penni smíðað hvort tveggja í einu lagi og kostaði það áhald um SOc. Þeir pennar þóttu miklu stirðari en fjaðrapennar, unz það ráð var tekið, að skera upp í þá. Hin mesta framför í stálpenna gerð var sú, að vél var fundin upp til að skera upp í þá; eftir það gat einn maður ,,klofið“ 45,000 penna ádag.

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.