Syrpa - 01.06.1912, Side 4

Syrpa - 01.06.1912, Side 4
194 SYRPA um slóðir; því að vel þekti pálminn þá menn alla, er þar fóru um að jafnaði. Þetta var maður og kona, er hvorki höfðu með sér föruneyti né klyfjadýr, . tjald né vatnslegil. — Sem egf er lifandi,mælti pálminn við sjálfan sig þá eru þessi hjú hingað komin tilþesseins að deyja. — Furðar mig það stórum, að ljónin skuli ekki vera komin á kreik eftir þessari bráð. En ekkert þeirra hreyfir sig. Og ekki sé eg heldur neinn stiga- manninn á ferli. En þeirra verður víst ekki lengi að bíða. Sjöföldum dauða ganga þau í greipar, hugsaði pálminn með sér: Ljónin gleypa þau — höggorm- arnir bíta þau — þorstinn sálgarþeim — stigamenn- irnir myrða þau — sólin brennir þau — og hræðsl- an yfirbugar þau. — Og hann reyndi til að beina huganum að einhverju öðru, því hann viknaði við að hugsa um væntanleg forlög þeirra — mannsins og konunnar. En á takmarkalausu flatneskjunni umhverfis pálmann var ekki nokkur sá hlutur til,er hann þekti ekki áður og hafði virt fyrir sér um þúsundir ára. Ekkert fekk íaðað að sér athygli hans, svo að hug- urinn varð ósjálfrátt að hvarfla aftur til ferðamann- anna. — Þurkur og vindui! andvarpaði pálminn — hann mintist þann veg tveggja hinna skæðustu óvina lífsins á eyðimörkinni —: Hvað er það, sem konan ber á handlegg sér? Eg fæ ekki betur séð en að þau séu með barn — heimskingjarnir þeir arna! Pálminn var g"löggsýnn, eins og týtt er um öld- unga; og honum skjátlaði ekki. — Konan bar á handleggnum barn, sem hallaði höfðinu að brjósti hennar og svaf. — Barnið er ekki einu sinni nægilega klæðum búið, mælti pálminn ennfremur. Eg sé að konan hefir brugðið upp klæðafeldi sínum og sveipað um það. Hún virðist hafa gripið það upp úr rúminu í flýti og þotið af stað með það. — Nú skil eg: þetta eru flóttamenn. — En heimsk eru þau engu að síður,hélt pálm-

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.