Syrpa - 01.06.1912, Blaðsíða 8
198
SYRPA
leika sér að stráum, það heyrði andvörp móður
sinnar.
Og drengurinn litli gat ekki unað því, að
mamma hans fengi ekki það sem hún bað um. —
Þegar hann heyrði nefndar döðlur, varð honum lit-
ið upp á tréð. Og hann braut heilan um það,
hvernig hann ætti nú að fara að því, að ná í döðl-
urnar. Og það lá við að hrukkur kæmu á ennið
undir ljósu lokkunum.' Loks brá fyrir brosi á and-
liti sveinsins. Hann hljóp að pálmanum, klapp-
aði honum með litlu hendinni og sagði með blíðri
barnsrödd.
— Beygðu þig, pálmi! Beygðu þig,
p á 1 m i!
— En — hvað er nú þetta — hvað er um að
vera?
Það hvein í pálmablöðunum, eins og um þau
færi fellibylur og bolurinn kiptist við hvað eftir
annað. Og pálminn fann að hér var við ofurefli
að etja. Hann varð að hlýða drengnum litla.
Og hann lét bolinn sinn háa lúta barninu,
eins og menn lúta höfðingjum. Hann laut svo
lágt, að krónan mikla með blöðunum blaktandi
nam við sand eyðimerkurinnar og bolurinn varð
eins og afarmikill bogi.
Drengnum virtist alls ekkert bregða við þetta,
en hann hljóp að krónunni með fagnaðarópi og
tíndi hvern döðluskúfinn á fætur öðrum af gamla
pálmanum.
Þegar hann þóttist vera búinn að fá nóg, og
pálminn lá enn hreyfingarlaus, gekk hann til hans
aftur og sagði með innileikans blíðustu röddu:
— Rístu upp, pálmi! — rístu upp!
Og stóra tréð rétti úr sér hægt og með lotn-
ingu, og í blöðunum heyrðist þytur — eins og
hörpuhljómur.
— Nú veit eg, yfir hverjum þið syngið líksöng-
inn, mælti gamli pálminn, þegar hann var búinn
að rétta úr sér. Það er ekki yfir neinum þessara
fióttamanna.
En maðurinn og konan krupu á kné og lof-