Syrpa - 01.06.1912, Side 9
FLÓTTINN TIL EGYPTALANDS
199
uðu guð: — Þú hefir séð örvænting okkar og frels-
að okkur. Þú ert hinn voldugi, sem beygirstofn
pálmans eins og reyrstrá. Hver er sá óvinur, er
við þurfum að óttast, þegar þú verndar okkur.
Næsta sinn er kaupmannalest fór um eyðimörk-
ina, sáu þeir að laufkróna pálmans mikla var visnuð.
— Hvernig víkur þessu við? sagði einn ferða-
mannanna. Þessi pálmi átti ekki að visna fyrr en
hann liti þann konung, er meiri væri en Salómon.
— Má vera að hann hafi séð hann, svaraði
annar.
Á. Jóhannsson.
Góð börn bezta gjöfin.
Dýrmætasta g:jöfin, er fellur til jaröar í skaut mannsins,
eru vel gfefin börn. í samanburði við þau eru allar aðrar teg-
undir auðlegðar ófullkomnar. Peningar freiáta til iðjuleysis;
börn eru hvöt til iðjusemi. Peningar gjöra menn sjálfselska;
börnin kenna mönnum sjálfsafneitan. Peningar leiða menn út
í flökkulíf; börnin gjöra heimili nauðsynlegt og fastheldni við
það. Offjár er sannreyndur spillingar tniðill góðra siða; en
hvert gott barn er foreldrunum siðbætir. Getur það þá nokk-
urt vafamál verið, að lífinu sé betur varið til að ala upp mátu-
Iega stóran barnahóp, en til að safna heimskulegum hrúgum
auðæfa?—(Þýtt).
it
45-
«5-