Syrpa - 01.06.1912, Page 11

Syrpa - 01.06.1912, Page 11
VORHRET 201 Já, þa'ö hlaut að vera eitthvað, sem hafði ráðið þessari giftingu. En hvað sem ölltt slú'ðri leið og öll- uni Gróu-sögum, var Sigríður Grims- dóttir orðin frúin á Stað, og kunn- ingjastúlkur hennar fengu að sjá það og hcyra, þegar þær kontu að heim- sækja blessaða frúna sína, að hún vissi af því að hún var frúin á Stað. “Farðu nú að vakna, því aö fólkið fer bráðum að koma til kirkjunnar.” Séra Pétur rumskaöist og sneri sér við og teygði úr sér svo aö brakaði t öllu rúminu, leit síðan upp svefn- þrungnunt atigunt, velti sér svo aftur innan í sængina, lokaði augunum og bjóst til að fá sér enn lítinn ntorgun- dúr . “Ilvað er að sjá þig, maður, ætl- arðu virkilega að fara að sofa aftur? Kaffið verður kalt. Eg læt það hér á borðið; þú ræður, hv'að þú gjörir.” Það var auðheyrt, að skapsmunir frúarinnar fóru að ókyrrast. Hún setti skutulinn á borðiö og gekk snúð- ugt fram úr húsintt og skelti hurðinni hart á eftir sér. Presturinn lauk ttpp augunutn og horfði út í gluggann, reis siðan upþ á olnboga og nuggaði stýrurnar úr aug- unum með hendinni, seildist síðan eft- ir bollanum á borðinu og drakk úr honum, lagði sig síðati á bakið aftur í rúmið og horfði ttpp cftir súðinni i húsinu. En hvað það var notalegt að liggja svona og jafna sig ofurlítið eftir hinn langa og væra nætursvefn. Svona lá hann um stund. En svo hrökk hann upp úr þessari værð við það, að stundaklukkan sló hálf ellefu. Já, hann mátti til að fara á fætur. Iíann teygði úr sér á ný, geispaði langan og settist upp, tók síðan sæng- ina með niestu hægð ofan af sér og mjakaði sér fratn á rúmstokkinn og sat þar kyrr litla stund. Tók siðan sokkana, sem lágu á stól við fótagafl- inn á rúminu, braut þá á hæl og snteygði þeirn upp á fæturna ofur- hægt, fór síðan í buxurnar og setti upp ásig morgunskóna sina, stóð svo upp, gekk fram á gólfið, teygði hand- leggina langt upp í loftið, beygði höfuðið aftur og geispaði gríðar- lega. Síöan gekk hann að þvottaborð- inu og tók svampinn úr sápuskálinni, dýfði honum niöur í vatnið, kreisti síðan það mesta úr honuni og fór svo að þvo sér, og var ekki laust við, aö það færi ónota kuldahrollur um hann, þegar kalt vatnið rann niður um hálsinn á honum og ofan á bringuna. I’egar prestur var búinn að þvo sér og greiða, lauk hann við að klæða sig. Að því búnu gekk hann litla stund um gólf, setti sig síðan niður í stólinn, sem stóð við borðið i luisinu, og hall- aði sér aftur á bak og horfði út um gluggann. I'á var það ræðan. Eitthvað mátti hann til með aö hugsa um hana. Að semja nýja, var auðvitað ekki að tala um; til þess var enginn tími. Hann varð að reyna að finna einhverja gamla, scm gæti átt við guðspjallið. En hvert var nú guðspjallið? Hann fór að leita að almanakinu í bóka- skápnum fyrir ofan borðið. Þegar hann var búinn að finna það, fletti hann því sundur og lcitaði að sjötta sunnudegi eftir páska. Jú, það var rétt. “Þegar huggarinn kemur”—unt þaö var guðspjallið. Nú var bara að finna cinhverja ræðu, sent ætti við þetta efni. Hann lauk upp skúffunni undir skrifborðinu, hægra megin, og tók upp úr henni 4 eöa 5 samanbundna blaðaböggla. Það var liinn andlegi fjársjóður séra Péturs. hin andlega

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.