Syrpa - 01.06.1912, Síða 17

Syrpa - 01.06.1912, Síða 17
VORHRET 207 hálfur og ekki þaö, því aö mín and- lega köllun tekur upp mestan minn tíma, eins og yöur er kunnugt um, og þaö litla, sem eg gjöri, gjöri eg því utan viö mig. Hvað segið þér, Grím- ur minn? Þér eruö athugull og nær- gætinn um öll hreppsmál.” Gr'nnur ók sér í sætinu litla stund áður en hann svaraði spurningum prests, hallaði sér fram á borðiö og gaut hornauga til Sigurgeirs. “Mér finst .eins og oddvitanum ó- þarfi að leggja svona mikið með drengnum, þegar hann cr kominn á þennan aldur, og ekki sízt ef fleiri en einn vildu taka hann fyrir litla eða máske enga meðgjöf. Þá finst mér sjálfsagt að hreppsnefndin sæti þvi. Eða eruð þér, prestur, ekki sammála okkur um það ?” Prestur þagði um stund, en tók síð- an til máls og sneri orðum sínum til Sigurgeirs: “Eins og cg tók fram áðan liafið þér, vinir minir, miklu betur vit á öllu þessu en eg. En fyrst þér voruö svo velviljaðir aö bera þetta undir mig, þá skal eg reyna að láta upp mitt álit á málinu. En eg bið yður að fyr- irgefa, að eg tala máske meira frá prestlcgu sjónarmiði heldur en sem hreppsnefndarmaður, því að það gengur oft illa að sameina það and- lega og veraldlega. Það er auðvitaö ekki nema alveg rétt að takatillit til þess, að hreppurinn þurfi sem minst að leggja með ómögum sínum, og eg tala ekki um, ef hægt væri að koma þessum dreng fyrir meðgjafarlaust, þá er sjálfsagt aö gjöra það, ef mað- ur fær jafngóðan stað fyrir hann. Eg legg því ekki til að láta hann vera kyrran á Bakka, því að þótt mér taki það sárt, vegna lians Jóns míns gamla, þá verð eg sem sóknarprestur að segja ykkur það, að drengurinn er mjög fá- kunnandi, og eg býst við að það sé lítil rækt lögð við að innræta honum guðs orð og góða siðu. Við verðum því að reyna að koma honum fyrir einhversstaðar annarsstaðar í góðum stað, en það gengur nú máske ekki svo vel, því að það er ekki svo auð- hlaupið á góð heimili handa þessum aumingjum, sem hafa alist upp í aga- leysi, án þess að læra nokkuð gott til munns eða handa. Viö sem hrepps- nefndarmenn verðum bæði vegna samvizku vorrar og þeirrar ábyrgöar, sem á okkur hvílir, að hafa eftirlit með því, að þcssir vesalingar, sem eru undir okkar vernd, læri eitthvað gott og komist sómasamlega i tölu krist- inna manna. Eg vona að þið séuð mér samdóma um þetta atriði?” I-linum lireppsnefndarmönnunum var hálf ógreitt um svör. Þeir litu hvor á annan og svo niður fyrir sig. Loks rauf Sigurgeir þögnina: “Mér dettur auðvitað ekki til hugar aö hafa á móti þessu, sem þér segið. En eins og yður er kunnugt, er ekki æfinlega gott fyrir okkur hrepps- nefndarmenn að sjá það fyrir fram. hvernig heimilin munu reynast. En hreppsins vegna er það skylda okkar, ef við höfum völ á tveimur stöðum, sem okkur finnast sómasamlegir, og í öðrum þyrftum við t.d. að borga 40 krónur með ómaganum, en í öðrum máske ekki neitt, þá er sjálfsagt að taka þann síöari. Eða hvað finst þér, Grímur ?” “Það er alveg rétt hjá þér, oddviti góður, við verðum að taka tillit til út- gjaldanna. En það er auðvitað líka rétt hjá blessuðum sálusorgaranum okkar, að á okkur hvílir ábyrgð gagn- vart uppfræðslu ómaganna.”

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.