Syrpa - 01.06.1912, Síða 23
VORHRET
213
þangaö og vissi naumast hvar bærinn
væri. En áhina hliSina gladdist hann
af því, a'ö presturinn skyldi biSja sig
aö fara með bréf á aSra bæi, og þaS
svona fyrsta daginn. Hann mátti til
meö aö reyna aö fara, fyrst þaö var
fyrir prestinn. Hann tók bréfiö, sem
prestur haföi lagt á boröiö og vaföi
því innan í vasaklútinn sinn og stakk
því svo ofan i brjóstvasann á treyj-
unni sinni, svo langt sem hann kom
því. Svo smeygöi hann sér í blautu
sokkana og setti á sig húfuna og vetl-
ingana og hljóp ofan og út. En það
var komiö fast aö honurn að snúa aft-
ur. Hríöin var heldur að dimma.
l’að glóröi aö eins vestur i húsin á
túninu. Það fór hrollur um hann,
þegar hann hugsaði til þess aö eiga
að leggja á stað út í þetta myrkur og
það svona uppgefinn eins og hann
var; hann fann hvernig þreytuna
lagöi um sig allan. En hvað skyldi
presturinn hugsa, ef hann kæmi aftur
og segöi honum, aö hann treysti sér
ekki aö fara? Fyrst mundi hann at-
yröa hann, og svo mundi hann alveg
hætta við þaö aö kenna honum nokk-
uö, og til þess mátti hann ekki hugsa.
Hann mátti til mcð að reyna aö fara.
Ekki var ómögulegt að hann gæti rat-
að út að Hóli, hann haföi séð þangað
heim í gær, þegar hann fór fram að
Stað. Ilann mátti til með að hleypa
t sig hörku og leggja á stað og reyna
að halda viö göturnar. Og ef hann
læsi faðirvor áöur en hann færi, þá
vonaöist hann til þess, aö komast út
eftir.
Síðan hljóp hann á staö, út túnið og
út á grundirnar fyrir utan bæinn. Þar
stanzaói hann 0£ leit aftur. Bærinn
var horfinn og hann gat ekki greint
tiokkurn lilut. Þaö var eins og alt
rynni saman fyrir sjónum hans.
Hann sá að eins djarfa fyrir götun-
um, og á meðan fanst honum aö sér
væri óhætt, en þó var hálfgerður beyg-
ur í honum. Svo lagði hann á staö
aftur og reyndi aö hlaupa viö fót. Enn
gat hann greint göturnar, en þó fór
að kotna spölur og spölur, sem hattn
gat ekki vitað hvað göturnar lágu, og
svo kom mýrin og þá hurfu þær með
öllu. Hriðin var farin aö aukast og
þaö sást hvergi á dökkan díl. Samt
hélt hann áfram, en nú var hann far-
inn að finna til óþolandi þreytu í fót-
unum. Hann settist niöur til að hvíla
sig. Þreytutitring lagði um hann all-
an, og þaö seig yfir hann einliver
dvali eöa magnleysismók.
Eftir litla stund hrökk hann upp viö
þaö. að fönnin þyrlaðist utn hann
allan. Iíann var farinn aö hvessa.
Hann ætlaöi að standa upp, en hafði
ekki mátt ísér; hann var allur orðinn
stirðnaöur. Hann hneig niöur aftur.
Hann leit í kringum sig, og sá ekk-
ert. Hríðin var svo svört, að ekki sást
út úr augunum, og stormurinn lamdi
svo hríðinni framan í hann, aö hann
varð að líta undan.
Hann var að bresta á með stórhríö,
og frostið a.ö aukast.
Siguröur vissi ekkert hvert hann
átti að halda. Hann var alveg búinn
að missa stefnuna. Honum datt i hug
bréfið. Ilann þreifaði eftir því í vas-
anum. Jú það var kyrt. En hvernig
færi nú, ef hann gæti ekki komið bréf-
inu til skila og hvað mundi prestur-
inn segja? liklega ávíta hann harö-
fega fyrir ótrúmenskuna aö liafa ekki
farið alla leið. En þá flaug honum í
hug hvaö yrði um hann. Kæmist
hann heim aftur, eða myndi hann
liggja úti ? Og hvað yröi þá um hann?
Líklegt að hann dæi. Þaö fór kulda-
hrollur um hann viö þá hugsun. Hann