Syrpa - 01.06.1912, Side 25

Syrpa - 01.06.1912, Side 25
VORHRE'I' 215 á fætur. en fæturnir voru oriSnir svo dofnir af kulda, að hann fann ekki til þeirra. Hann kraup því niöur aftur og færöi sig svo vel sem liann gat inn undir baröiö. Þá flaug honum i hug hvaö presturinn niundi scgja, þegar bréfiö komst ekki til skila. Hann fór ofan í vasann og tók bréfiö upp. Jú, ekki var hann búinn aö týna þvi. Hann ætlaöi að stinga því niður aft- ur, en hætti viö |taö, því aö þá kom honum til hugar, aö presturinn mundi máske halda, aö hann heföi týnt því, því aö ef hann yröi úti um nóttina og fyndist svo, þá mundi hann vera klæddur úr treyjunni, og þá yröi bréfiö eftir í vasanum, og presturinn fengi þaö ekki aftur. Hann skyldi heldur halda á því í hendinni, því þá mundi presturinn hljóta aö fá aö vita þaö, aö liann heföi ekki týnt bréfinu, heldur geymt þaö vel, meöan hann heföi getaö þaö. Hann krepti því hendinni utan um bréfið og stakk henni svo ofan í vöttinn. Svo ýtti hann fótunum inn í snjóinn og bolnum á eftir eins vel og hann gat, og eftir litla stund var snjórinn búinn að hylja hann allan. Honum fór aö finnast, aö sér væri farið aö liöa svo vel, og sundurlausar draummyndir fóru að fljúga i gegn um huga hans. Honum fanst hánn vera kominn til mömmu sinnar og vera aö leika sér í kjöltu hennar. og hún var aö tala viö hann urn englana, seiii sæktu góðu börnin og bæru þau upp til guös. Svo fanst honum engill ko i a ; hann var álika stór og hann, meö snjóhvíta vængi, og liann tók í hendina á honum, og s.o flugu þeir upp frá jöröinni og liðu upp í geim- inn áleiöis til stiarnanna. Aldrei haföi honum liðið eins vel. Hann var svo sæll, þar sem engillinn hélt í hönd honum og hann fékk aö horfa á stjörnurnar í himingeimnum í kring um sig. Svo þótti honum móöir sín vera komin og taka i hina hendina á sér, svo broshýr og mild. og svo liðu þau ÖIl áfram, lengra og lengra upp frá jörðinni, og einlægt varö bjartara og bjartara í kringum þau. Á þriöja í hvítasunnu var bjart veö- ur, heiörikja og frost og sunnan renn- ingur fyrst um morguninn en kyröi þegar fram á daginn leið. En það var ömurleg sjón aö líta yf- ir jörðina alhvíta, svo aö 'ekki sást á dökkan díl neinstaöar, nema þar sem háir klettar eða húsastafnar risu upp úr snjóbreiðunni. Snjórinn var svo mikill að skaflar i dældum og kvosum voru 2 til 3 álnir á þykt. Afleiöingarnar af hretinu urðu voðalegar. Allmargt af fé hafði fent og lömb króknað úr kulda, og jafnvel ærnar frá lömbunum, þær sem hold- grannastar voru. Þeir bændur, sem höföu verið heylausir, höfðu skorið lömbin til að reyna aö halda lífinu i ánum, og þaö haföi tekist hjá flestum; að .visu var þaö ekki ósjaldan, að ærn- ar höfðu oltiö út af, þótt lömbin hefðu veriö skorin. Alstaöar mætti auganu sama hryg'ðarsjónin; snjórinn og frost- harkan úti en inni í húsunum ærnar dauöar eöa deyjandi úr sulti og harö- rétti. Það voru fáar ær, sem margur bóndinn haföi i kvíum þaö sumar. Marrir, sem höföu átt 40 til 60 ær, færðu ekki frá nema 20 til 30 eða þar um b 1. Hinar höföu orðið lamblaus- ar eða drepist úr bor um vorið. Daginn sem upp birti fréttist þaö

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.