Syrpa - 01.06.1912, Síða 35

Syrpa - 01.06.1912, Síða 35
DÝRAFJARÐAR SAGA 225 skemtilegri nótt, en eg hef'Si gctaíS í- myndaö mér.” Hinn segir: “Betur væri það, ef þú værir hjá okkur lengur.” Jón segir: “ÞaS er mikiS, aS þiS skulið vita óorðna hluti, en við vitiun ekkert.” Hinn segir: “ÞiS eru'ö sjálfir skuld í því; öllum var gefinn jafn vísdóm- ur í upphafi. en þegar fólkiS skildi, þá héldum viS og höldum enn viS sömu siði, og kennum þá nákvæm- lega börnum okkar og útbreiSum þá meSal allra. En þiS hafiS veriS svo einrænir, aS hver hefir haft sitt og ekki viljaS kenna öSrum, og því er allur forni vísdómurinn dáinn út hjá ykkur.” Jón segir: “Mér er forvitni á aS vita, hvenær fólkiS aSskildist, sem þú talar um.” Hinn svarar: “Eg segi þér þaS sem mér hefir veriS sagt, og því er ó- hætt aS trúa. AS eitt sinn, er Adam var aS róta um jörSinni og erfiSa sig þreyttan, en Eva var heima viS aSset- ur þeirra meS börnunum, voru 15 úti hjá henni, en jafnmörg inni. Þá birt- ist drottinn henni, og varS henni bylt viS, því hún ótta'ðist hann. Hann spurSi hana, hvort þetta væru öll börnin hennar; en hún fyrirvarS sig fyrir hvaS mörg hún var búin aS eiga, og sagði ‘já’. Þá sagSi drott- inn: ‘ÞaS, sem þú vilt hylja fyrir mér nú, skal verSa huliS med sínum afkvæmum fyrir hinum og þeirra af- kvæmum til dómsdags.’ SíSan hefir drottinn skýlt okkur í jarðarinnar fylgsnum, og alt eins hefir guS sýnt okkur miskunn eins og ykkur, og trú- um viS hans stórmerkjum eins og þiS, og endurlausn Messíasar erum við aS- njótandi eins og þiS. Margt af ykk- ur trúir því ekki, a'S viö séum til, en okkur stendur á sania; þó ættuð þiS ekki aS tala okkur illa til. því þaS er heimskulegt að tala þvi illa til, seni ekki er til. En þaS mátu engum segja, aö þú hafir verið hjá okkur þessa nótt; en ef þú vilt, mátu láta þaS liggja skrifaö cftir þig dauSan. Breytir þú út af þessu, verSur þaS þitt ólán.” AS þessu töluðu, heyrir Jón um- gang og sér ljósbirtu leggja inní hús- ið. Inn koma 10 kvenmenn og hefir hver um sig fatabagga á handleggn- um; þær liafa þrjú ljós. Rísa þá 2 menn úr hverju rúmi, og lízt Jóni vel á alt fólkiS. Sú, sem þjónaði lionum til sængur um kveldiö, kom nú aftur og fékk honum fötin þurr og lirein; var gert að sauni á skóm hans og hnappar festir í buxur hans. Allir klæddust skjótt og gengu út eftir aS þeir höfðu drukkiS, en Jón og rekkju- nautur hans urSu lítiS eftirstanza. Tekur hann þá könnu og drekkur og býSur Jóni meS sér, og segir hann muni ekki verSa of saddur í kveld; síSan drekkur Jón vild sína úr könn- unni; gengur hinn siðan fram og leiðir Jón með sér. Jón segist ekki kunna viS, að þakka ekki biskupnum fyrir næturgreiSann. Hinn segir þaS engu standa, því biskupinn ætlist ekki til þess. Fara þeir sí'ðan sama veg út og Jón kom inn um kveldiS, en er þcir koma út, hvarf Jóni maðurinn og sá hann ekki annað en klettana og fjörugrjótiS, en heyrSi bæði áraglam og mannahjáldur. StóS Jón svo litla stund undir kletunum og langaði til aS tala viS þá og finna aftur. í þeim svifum veit hann ekki fyrri til en Sig- urÖur stendur hjá honum og gengur hann þegjandi af staö. Jón hyggur 15

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.