Syrpa - 01.06.1912, Page 39

Syrpa - 01.06.1912, Page 39
ÚR DULARHEIMI. 229 Ekki mundi hann eftir aðhafaséð g'jðrfulegri persónur en þessar, um sína daga. Sérstaklega fanst honum þó kon- an tilkomu mikil; hún var frábær aö fríðleik, og að því skapi fagur- iega vaxin. í>au voru snirtilega búin og stærS- ar munur þeirra, lítill eða enginn. Nú fyrst fór presti ekki að lítast á blikuna, þvi þó hann hugrakkur væri, þá þorði hann fyrir engan mun að ávarpa þau að fyrra bragði. Hann lá um stund hreifingarlaus í rúmi sínu og beið þess sem verða vildi. En biðin varð ekki löng. , Konan snöri sér við skyndilega, leit til rúmsins.og mælti mjög þýð- tega um leið og hún tók upp mjólk- tirkönnuna: ,,Viltu ekki drekka?“ Prestur játti því,og tók við könn- unni. Hún beið meðan hann drakk; tók svo aftur við könnunni og setti hana á borðið með hægð. Prestur sá nú, að ekki mátti svo búið standa lengur; hann herti því upp hugann og mælti: ,,Hvaðan komið þið?“ Konan varðfyrir svörutnogmælti: ,,Við komum hérna framan úr veitinni“. ,,En hvert ætlið þið að fara?“ spurði prestur. ,,Við ætlutn hér út með firðinum, þangað sem skipskaðarnir verða mestir í vetur“. Prestur spurði þau ekki um fleira, enda sá hann að þau bjuggust til brottferðar. Litlu síðar var ljósið slökt, og presti fanst eins og þau fara niður um svefnhúsgólfið. Þá byrjaði samtalið aftur,ogsmá- dofnaði, unz ómurinn dó út í fjar- lægð. Það rættist sem konan sagði; tjór- ir skiptapar urðu þeim megin fjarð- ar — mig minnir — á jólaföstu hinn næsta vetur. Margt virðist benda í þá áttina, að ýmislegt sé til milli liimins og' jarðar, sem vér mennirnir fáum al- drei skynjað,og sem vísindutn vorra tíma auðnast aldrei að rannsaka. Það leynist fyrir utan yztu endi- mörk þekkingarinnar, — og það er aö líkindum það bezta. Þess skal getið að lyktum, að æf- intýri þetta hefir ekki farið langar almannaleiðir eins og sumar þjóö- sagnir aðrar, og hefir því litlum breytingum tekið. Ritarinn.

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.