Syrpa - 01.06.1912, Síða 50

Syrpa - 01.06.1912, Síða 50
NUNNAN í HULINSHEIMUM. (Sönn safja, þýdd úr ensku). “Hér getum við notið þæginda til miðnættis,” sagði Kellaw, er við sett- umst á gluggasætið við endann á langa ganginum. Það vár óttahreim- ur i rómnum. “Hvaða þægindi bíða okkar eftir miðnætti?” spurði eg. “Engin.” Rödd hans og látbragð lýsti í einu hryllingi og óþolinmæði. “Jæja, Kellow, við njótum stund- arþriðjungs skemtunar, og eg óska að njóta vel. Rétt sem stendur trúi eg ekki á vofur.” “Það er þitt lán ! Ætt mín hefir búið við draugagang síðan á dögum Cromwells. Vofan heldur til í þess- um langa gangi.” “Hvað bar við á þeim tímum?” spurði eg með ákefð; augu okkar mættust yfir mjóa borðinu í glugga- skotinu. “Hamingjan tná vita ! Sorgar-at- burðir sárir, svo veit eg ekki meira.” rödd hans var óstyrk og hann dró upp enn eitt rafmagnsljós. “Þú mátt þó gjarnan segja mér alt, sem þú veizt um það.” Eg fann til næms taugaóstyrks, því að ugla vækli uppi í reykháfnum. “Sögusögnunum hafa forfeður okk- ar lofað að fylgja ættinni,” svaraði hann. “En þú græðir tæpast mikið þó eg reyni að skýra þér frá þeim. Þú mátt þó hlýða á sögu mína. Kel- law ættin var á dögum Cromwells bandóðir, blindir puritanar, og eig- andi þessa kastala, Patrick Kellaw, var grimmlundaður og þekti ekki miskun. Svíðingslund hans var al- þekt. Hann hataði elztu dóttur sí Katrínu, fyrst og fremst vegna þess, að hún hélt sig að papistum, en svo bætti það ekki úr skák, er hún feldi ástarhug til kóngssinna eins er Sir Charles Caren hét. Caren þessi lézt úr hitasótt árið 1640, er konungur leiddi leifarnar af her sínum frá York til Berwick, og Katrín afbar ekki sorg sína og örvinglaðist. Hún klæddist nunnuskrúða og reikaði um höll þessa dag og nótt syngjandi og tón- andi bænir sínar. Patrick Kellaw reyndi að læsa hana inn í herbergjum hennar; en einhver af vinnufólkinu lét hana ætíð lausa; óhlýðni og aga- leysi vinnufólksins æsti skap illmenn- isins. Hann sendi það burtu eitt af öðru, unz að eins fjórar manneskjur voru eftir á bænum: gömul eldabuska, Patrick sjálfur, Katrín brjálaða og sonur karls og erfingi, Rupert að nafni, sveinn tíu vetra, er aldrei mátti af föður sínum sjá. Morgun einn barst sú frétt ttm ná- grennið, að Katrín hefði horfið burt af heimili sínu; leituðu nágrannar hennar um alt og stóð Patrick Kellaw sjálfur fyrir leitinni; sór liann og sárt við lagði, að leiguliðar sínir og nábúar væru sér óvinveittir og gæfu

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.