Syrpa - 01.06.1912, Page 59

Syrpa - 01.06.1912, Page 59
FANGINN NAFNLAUSI 249 Hann er þakklátur fyrir hvaöeina og ber ólán sitt tneö stakri karlmennsku. Oft talar hann viö sjálfan sig stund- um saman, en aldrei heyrist frá hon- um kvörtunaryröi. Síöastliðinn páska- dagsmorgun opnaöi eg dyr klefans og sagöi: “Kristur er upprisinn-” Hann horföi á mig undrunarfullur og stam- aði: “Kristur er risinn.” 1796. Eg opnaði dyrnar á nr. 2 og sagöi fanganum, að keisarinnan væri látin. Hann signdi sig og sagöi í lág- um hljóðum: “Guö veri henni líkn- samur.” Stundu seinna opnaöi eg klefann á ný og sagði: “Hans hátign Páll keisari fyrsti hefir tekið við keis- aradæminu.” Hann signdi sig á ný, ypti öxlurn og hvislaði: “Megi hann sýna líkn þeim, sem líöa.” 1801. Eg opnaði dýrnar á nr. 2 og sagði fanganum að Páll keisari væri •látinn og Alexander keisari fyrsti sæti nú að völdum- Hann starði á mig sem honum kæmi þetta litiö við, og sagði lágt: “Forlög vor eru í hönd- um guðs.” 1802. Hans hátign Alexander ann- ar kom til kastalans og sagði: “Eg hefi náðað alla fangana í kast- alanum; þér verðið að láta þá lausa samstundis.” Eg hlýddi boöinu þegar og sagöi hans hátign aö skipun hans væri hlýtt; eg sagði honum einnig, að hér væri nafnlaus fangi, er stæði ekki á fangaskránni og hefði þegar veriö þrjátíu og níu ár í böndum. Eg skýrði honum frá hvernig hann hefði verið múraður inni að skipun hennar há- tignar Katrínar annarar. “Merkilegt! Vísið mér til hans,” sagði hans hátign undrunarfullur. Eg leiddi hann inn í myrkan gang- inn og skipaði vörðunum aji brjóta niöur dyrnar. Hans hátign gekk inn og hryllingur gagntók hann; spuröi hann fangann: “Svarið fljótt. Hvert er nafn yö-. ar ?” “Það má eg engum segja, nema hans hátign Alexander keisara fyrsta” svaraði fanginn í hálfum hljóðupi. “Eg er Alexander keisari fyrsti-”' mælti keisari. Fanginn leit á hann rannsakandi augum og svaraöi: “Þá má eg segja yður nafn mitt; yöur einum.” Flans hátign skipaði að færa fang- ann í góðan klæðnað, láta hann taka laug og leiða hann síðan fyrir sig á skrifstofu fangavarðar. Fanginn var birtunni litt vanur og skipaöi hans hátign að draga niður gluggatjöld, og bauð svo að láta sig einan með fang- anurn. Keisarinn og fanginn töluðust við í klukkustund. Enginn veit hvaö þeim fór á milli. Er mér var skipað að koma inn sat keisari við hliö fangans og var yfirkominn af taugaóstyrk. Eg gat séð aö hans hátign haföi orö- iö afarmikið um sögu fangans. Augu hans voru enn full af táruin og rödd hans titraöi er hann mælti: “Fanginn nafnlausi er náðaður. En hann kærir sig ekki um aö flytja burt héðan, þar sem hann hefir eytt mikl- unt hluta æfi sinnar; hann óskar áð' fá aö dvelja i kastalanum- Eg hefi orö- ið viö bón hans og skipa yður að sjá um að hann skorti ekkert, og aö vera vinur hans og .félagi.” Aö loknum málsverði gaf hans há- tign fanganum yfirhöfn sína, kyssti hann innilega og fór. Fanginn var lasburða eftir atburð. þennan; samfundirnir liöföu eigi haft minni áhrif á hann en keisarann. Eg fékk honunt þrjú herbergi til ibúöar

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.