Syrpa - 01.06.1912, Qupperneq 62
2 52
SYRPA
spekingsins var á þessa leið, glögg
og skilmerkileg:
,,Þú ert feigur Pétur. Bú þig
undir dauðann!
Mér hnykkti við þessa aðvörun,
og leit upp á a!la. Enginn við-
staddur virtist furða sig á þessum
fyrirboða,og enginn virtist vorkenna
mér. Það var auðséð fanst mér að
þeir voru svona fyrirburðum vanir,
og skömmu síðar stóð eg upp,
kyaddi og fór mína leið, fyllilega
sannfaerður um, að bráðum kæmi
að mér, að safnast til feðra minna
hins vegar við feigðar fjörðinn.
Eg hafði lítið herbergi á fimta
lofti í stóru leiguhúsi utarlega í
borginni. Mér var nokkuð erfitt
að klifra upp tíu stiga og dimma
ganga hálf draugalega, þó eg væri
því verki vanur. Eg komst að dyr-
unum hjá mér, á endanum, opnaði
og kveikti á eldspítu. Gustur kom
gegn um dyruar, og slökti á henni.
Eg kveikti á annari og litaðist um
í stofukytrunni. Mér var svohverft
við það sem eg sá, að eg greip and-
ann íi lofti og hneig upp að gættinni.
Á tveimur stólum í miðju lier-
berginu stóð líkkista? Hún var úr
rauðavið, með eirskildi og öllu til-
heyrandi, og alveg upp á þumlung
mátulega löng fyrir mig.
Eg hljóðaði upp yfir migogstökk
út, hentist ofan stigana eins og vit-
laus maður og var nær dauða en
lífi, þegar eg komst út á stræti.
Eg fór og studdi mig við ljósastólpa,
þurkaði framan úr mér svitann og
hugsaði með sjálfum mér, hvort eg-
hefði séð ofsjónir út af hinum
draugulegu tilburðum og voveiflegu
fréttum á andatrúarþinginu. Eg
þóttist vita, að svo væri ekki, því
að eg sá þessa skelfilegu líkkistu
eins glöggt og hvað annað í her-
berginu, og var alveg viss um, að
það var hvorki draumur né mis-
sýning.
Eg leit á klukkuna; það var orð-
iö of seint að vekja upp hjá móður-
systur minni, í hinum enda bæjar-
ins. Mér fanst það ónærgætið að
raska ró hennar á þeim tíma nætur.
Eg tók það ráð, að leita heldur til
kunningja míns, sem hét Opakoff,
og bjó í stórhýsinu Bagration,
hnepti að mér yfirhöfnina og keif-
aði snjóinn, eitt strætið eftir annað,
því nú var komin þykkasta drífa.
Eg náði leigukastalanum, Bag-
ration, eftir erviða göngu; eg klifr-
aðist þar upp á fjórða loft og barði
á dyrnar hjá OpakofT. Eg tók í
snerilinn, þegar enginn svaraði,
opnaði, gekk inn og kveikti á eld-
spítu. Enginn var í rúminu, svo
eg gekk að gaspípunni til að kveikja,
en köttur húsbóndans, gamall og
svartur högni, mjálmaði á móti
mér, og í þeim hug, sem eg var,
þótii mér það skárra en ekki. Eg
kveikti á gasinu, sneri mér við og
settist á rúmið. Um leið og eg
tylti mér.þá 'eit eg upp og — drott-
inn minn á himnum! Það kom
móða fyrir nugun á mér við það sem
eg sá.
Stórellis likkista úr rauðavið stóð
opin á gólfinu, fast upp viðvegginn.
Rauðaviðar líkkista rétt mátuleg
handa Opakoff, svo sem 4 þuml-
unga yfir þrjár álnir á lengd.
Eg stökk upp og orgaði eins og
brjálaður maður, rauk á dyr, og ó-
lukku kötturinn á hælunum á mér,
með því ámátlegasta mjálmi. Eg
var svo hræddur, að eg hafði ekki
hugsun á að kalla á hjálp. Hvernig
eg komst ofan, er mér alveg hulið.